Samtal.

image.jpgFaðir minn .

Ég er í vanda stödd , þar sem sorgin mín er sterkari en ég.

Ég höndla það alveg, bara langar ekki að vera í sorg meira.

Ég þarf að muna að ég er sterkust í veikleika mínum. Að þá er ég að standast í þessari baráttu.

Aldrei mun ég efast. Aldrei skal ég hætta að trúa. Ég og efi erum ekki vinir, og verðum það aldrei.

Nei, Faðir minn , það sem ég vil biðja þig um, er að styrkja mig enn meir, svo að ég verði ekki öðrum til þýngsla. Heldur fái ég lift öðrum upp með krafti þínum , með sæta Heilagan Anda þínum.

Að dýrð og máttur mætti skína í og yfir mér til vitnisburðar um Kærleika þinn.Að þú fáir að komast að í mér , öðrum til hjálpræðis. Og fyrir allar þær sálir sem þú dregur hingað, sem heyra, fái að heyra ,sjá og snerta þig.Eins og ég.

Abba Faðir. Ég elska þig ávallt. Amen.

 

Í Jesus Krists nafni.Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að sorgin sé EKKI frá Guði komin.

Gummi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Aida.

Er sorgin ekki frá Guði komin? Er hún þá synd?

Ég veit það. Ég les Bibliuna. Flestir spámenn Drottins voru oft þunglyndir og sorgmæddir. Grétu mikið og voru oft og mikið í bæn til Guds.Hefur þú lesið Bibliuna?

Vegna köld hjörtuðu fólki og fordæma fullt, vegna lögmálskennendum sem drepa sálir, 

Aida., 15.9.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Aida.

miskunnalaust fólk sem sér flísina i auga náungans en sjá ekki bjálkann i sinu eigið og listin er gríðalegur. En aðalega fyrir miskunnalaus hjörtu manna.

Aida., 15.9.2011 kl. 22:44

4 Smámynd: Aida.

Sálmarnir eru rosaleg, grátur , söknuður, ótti, árásir, gleði, hamingja,sorg, Jesus sjálfur bar allar þessar tilfinningar.

Aida., 15.9.2011 kl. 22:46

5 identicon

Sálmur 115

 .....Jörðina gaf hann mannanna börnum, hinir dauðu lofa ekki drottinn,

en við munum lofa drottinn.

Hann barðist við sorgina og sigraði.....dauði hvar er broddur þinn? spurði hann.

Gummi (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband