Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Til allra Palestinumanna og þá er vafinn er í sorgum.

Vissulega er enginn orð sem fá lýst, þegar stríð og Satans vald

leikur sér. En eitthvað verður þó að segja á þessum vondum tímum.

Ég græt fyrir Palestínsku þjóðinni alla.

Meðan við hinn skemmta og hlæja hér, þá er sorg og neyð víðs vegar á Skækjunni

miklu. 'Eg votta mína samúð og bið mína bænir og er klukkan slær tólf í nótt

mun ég minnast þess er minnstur er og biðja þessa bæn.

Guðs sonur mælir:,, Grát þú eigi,"

gæskuríkur, er hann sá ekkju, sem varð á vegi hans, vafin sorgum.

Þegar hryggðin hjartað sker, huggun orð þau veita mér.

Ef ég stríð við örbyrgð heyi eða skortur hrellir mig,

Guðs sonur mælir:,, Grát þú eigi,

Guðs víðs er annt um þig, hann sem fæðir fugla smá,

fyrir þér mun einnig sjá."

Ef ég sjúkleik þjáður heyi, þungt ég styn dag og nótt.

Guðs sonur mælir:,, Grát þú eigi, græða vil ég sár þín brátt.

Gegnum neyð þér ætlað er inn að ganga í dýrð hjá mér."

Ef mér þrátt á ævidegi óvild sýnir heimurinn,

Guðs sonur mælir:,, Grát þú eigi, gæt þess, ég er vinur þinn,

heims ég líka hatur bar, hugrór þó glaður var."

Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er,

Guðs sonur mælir:,, Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér.

Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má."

Ef á hinstu ævidegi ógnir dauðans hrella mig,

Guðs son mælir:,, Grát þú eigi, glötun frá ég leysti þig, Guðs barn,

lát þér gleðja það, Guði hjá ég bjó þér stað.

I Jesús heilaga nafni.Amen,amen,amen.


Gleðileg jól"

Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga hins Almáttka

segir við Drottin:,, Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á."

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar,

hann skýlir þér með fjöðrum sinum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita,

trúfesti hans er skjöldur og vigi.

Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flygur um daga,

drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádeigið.

Þótt þúsund falli þér við hlið og tiu þúsund falli þér við hlið  og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín.

Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið.

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert hinn Hæsta að athvarfi  þínu.

Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt þvi að þín vegna býður hann út englum sinum.

Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.

Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka.

Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann af því að hann þekkir nafn mitt.

'Akalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan.

'Eg metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.

Gott er að lofa Drottin, lofsyngja nafni þínu, þú hinn Hæsti,  og kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur.

Þú  gleður mig,Drottinn, með dáðum þinum, ég fagna yfir verkum handa þinna.

Hversu mikil eru verk þin, Drottinn, hversu djúpar hugsanir þínar.

Fávís maður skynjar það ekki og heimskinginn skilur það ekki.

Réttlátir dafna sem pálmi, vaxa sem sedrustré á Libanon, þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, þeir blómgast í forgörðum Guðs vors, beri ávöxt í hárri elli, eru safaríkir og grænir, og boða:,,Drottinn er réttlátur, hann er bjarg mitt, hjá honum er ekkert rangt til."

I Jesú nafni.Amen,amen.

Hallelúja honum til dýrðar.


"Náðargáfur"

Loforð Guðs.

Mismunur er á náðargjöfum en andinn er hinn sami, mismunur er á þjónustustörfum en Drottinn hinn sami.

Mismunur er á framkvæmdum en Guð hinn sami sem öllu kemur til leiðar í öllum.

Þannig birtist andinn sérhverjum manni til þess að hann gerir öðrum til gagn.

Einum gefur andinn gáfu að mæla af speki, öðrum gefur sami andi kraft að mæla af þekkingu. Sami andi veitir einum trú og öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika til að sannreyna anda,

einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. Öllu þessu kemur sami andinn til leiðar og hann útbýtir  hverjum og einum eftir vild sinni.

Guð hefur gefið öllum sitt hlutverk i kirkjunni: Fyrst hefur hann sett postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi kennara, sumum hefur hann veitt gáfu að gera kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum.

Geta allir verið postular? Eru allir spámenn? Eru allir kennarar? Eru allir kraftaverkamenn?

Hafa allir hlotið lækningagáfu? Tala allir tungutal?

Nei! En sækist eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri.

Guð hefur sýnt mér miskunn og falið mér þjónustu, þess vegna læt ég ekki hugfallast.

'Eg hafna allri skammarlegri launung, ég beiti ekki klækjum né falsa Guðs orð heldur birti ég sannleikann.

'Eg trúi þess vegna tala ég, ég veit því ég trúi.

Hann segir mér og líka þér:,, Verði þér sem þú trúir. Því þeir sem trúa á mig og lifa fyrir mig skulu biðja og allt sem þér biðjið í mínu nafni mun Faðirinn veita ykkur.

En sá sem biður biðji í trú því sá sem biður og trúir ekki að hann fái það er hann biður mun ekki fá. Ritað er.

Ef einhver sjúkur er skal hann fara til öldungana og þeir skulu biðja og leggja hendur yfir þann sjúka og hann mun heill verða.

Þið fáið ekki vegna þess að þið biðjið ekki, þér fáið ekki vegna þess að þér biðjið illa.

Verið brennandi i Drottni, því ef þú ert volgur skyrpir hann þér út, væri betri að ég væri köld en volg. En ég bið að Drottinn gefi mér slíka trú er mætti gera mig brennandi í trú,öðrum til heilla.

I Jesú nafni Amen,amen.


"Sönn og rétt Guðsdýrkun."

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_my_prayer44Svo segir hinn heilagi:

-því brýni eg yður, að þið vegna miskunnar Guðs bjóði fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri,

Guði þóknanlegi fórn.

Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi.

Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýu hugafari

og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs,hið góða, fagra og fullkomna.

Fyrir þá náð sem mér er gefin segi ég okkur öllum: Engin hugsi hærra um sjálfan sig

en hugsa ber heldur i réttu hófi, og hver og einn haldi sér við þann mæli trúar sem Guð hefur úthlutað honum.

Við höfum á einum líkama marga limi en limirnir hafa ekki allir sama starfa.

Eins erum við, þótt mörg séum, einn líkami í Kristi en hvert um sig annars limir.

Við eigum margvíslegar náðargáfur samkvæmt þeirri náð sem Guð hefur gefið.

Sé það spádómsgáfa þá notum hana i samræmi við trúna, sé það þjónustu starf skal gegna því, sé það kennsla skal sinna henni, sá sem hvetja skal gera það, sá sem gefur sé örlátur.

Sá sem veitir forstöðu sé kostgæfinn og sá sem vinnur miskunnarverk geri það með gleði.

Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða.

Verið ástúðleg hvert við annanð i bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru

virðingu.

Verið ekki hálfvolg i áhuganum, verið  brennandi í andanum, þjónið Drottni.

Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni, takið þátt í þörfum heilagra.

Leggið stund á gestrisni. Blessið þá er ofsækja ykkur.

Blessið en bölvið ekki.

Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.

Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna.

Treystið ekki eigin hyggindum. Gjaldið engum illt fyrir illt.

Stundið það sem fagurt er  fyrir sjónum allra manna.

Hafið frið við alla menn að því leiti sem það er unnt og á ykkar valdi..

Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er,,

  Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn.

En ef óvin þinn hungrar þá gef honum að eta, ef hann þyrstir þá gef honum að drekka.

Með því að gjöra þetta safnar þú glóðum elds á höfum honum.

Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.


Lofgjörð

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_400_f_1672292_mkhwogqwoy49xyqwjwlioc4ngpioby

'Eg vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra.

Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim.

Tign og vegsemd eru verk hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.

Hann hefur látið minnast dásemdarverka sinna, náðugur og miskunnsamur er Drottinn,

hann gaf þeim fæðu er óttast hann, minnist sáttmála síns ævinlega.

Hann kunngjörði þjóð sinni mátt verka sinna með því að gefa henni erfðahlut annarra þjóða.

Hann er trúr og réttlátur í öllum verkum sínum, öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg,

standa óhagganleg um aldur og ævi, framkvæmd í trúfesti og réttvísi.

Hann sendi lausn lýð sínum, setti sáttmála sinn að eilífu, heilagt og óttalegt er nafn hans.

Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans.

Lofstír hans stendur um eilífð.

Sæll er sá er óttast Drottin og gleðst yfir boðun hans.

Niðjar hans verða voldugir í landinu, ætt réttvísra mun blessun hljóta.

Nægtir og auðævi eru í húsi hans og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.

Réttvísum skín ljós í myrkri, mildum, miskunnsömum og réttlátum.

Vel farnast þeim sem lánar fúslega og annast málefni sín af réttvísi

því að hann mun aldrei haggast.

Minning hins réttláta er ævarandi, hann þarf ekki að kvíða ótíðindum,

hjarta hans er stöðugt, hann treystir Drottni.

Hjarta hans er óhult, hann óttast ekki;

skjótt fær hann að líta á fall óvina sinna.

Hann hefur miðlað mildilega og gefið fátækum, réttlæti hans stendur stöðugt

að eilífu, horn hans er hafið upp með sæmd.

Hinn óguðlegi sér það og honum gremst, hann gnístir tönnum og ferst.

'Oskir óguðlegra rætast ekki.

I Jesú nafni.

Amen,amen,amen.

Hallelúja honum til dýrðar.


Kraftaverk

imagesHALLELÚJA.
mbl.is Lamaður drengur gengur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband