Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

"Faðir minn.

Frá þér er, faðir, þrek og vit,

öll þekking, ást og trú.

Kenn oss að þakka einum þér

það allt, sem gefur þú.

Og allt, sem hver úr býtum ber,

er bróðurskerfur hans,

sem bæta skal, í þökk til þín,

úr þörfum annars manns.

En lát þann dag oss ljóma brátt,

er losna böndin hörð,

og réttur þinn og ríki fær

öll ráð á vorri jörð.

Þá allt, sem lifir, lofar þig

og lýtur þinni stjórn,

og brosir heiðum himni við

í helgri þakkarfórn.

Amen.    

I Jesú nafni.

Amen.

                                                                                                                          Kingsley.


"Grát þú eigi.

Guðs son mælti:,, Grát þú eigi",

gæskuríkur, er hann sá

ekkju, sem hans varð á vegi,

vafin sorgum.

Þegar hryggðin hjartað sker,

huggun orð þau veita mér.

Ef ég stríð við örbirgð heyi

eða skortur hrellir mig,

Guðs son mælir:,,Grát þú eigi,

Guði víst er annt um þig,

hann, sem fæðir fugla smá,

fyrir þér mun einnig sjá".

Ef ég sjúkleik þjáður þreyi,

þungt ég styn dag og nótt,

Guðs son mælir:,,Grát þú eigi,

græða vil ég sár þín brátt.

Gegnum neyð þér ætlað er

inn að ganga í dýrð hjá mér".

Ef mér þrátt á ævidegi

óvild sýnir heimurinn,

Guðs son mælir:,,Grát þú eigi,

gæt þess, ég er vinur þinn,

heims ég líka hatur bar,

hugrór þó glaður var".

Ef á mínum ævivegi

ástvinum ég sviptur er,

Guðs son mælir:,,Grát þú eigi,

geymdir eru þeir hjá mér.

Aftur gefa þér skal þá,

þar sem hel ei granda má".

Ef á hinstu ævidegi

ógnir dauðans hrella mig,

Guðs son mælir:,,Grát þú eigi,

glötun frá ég leysti þig.

Guðs barn, lát þig gleðja það,

Guði hjá ég bjó þér stað".

H.Hálfd


"Guð þinn.

'A hendur fel þú honum,

sem himna stýrir borg,

það allt, er áttu í vonum,

og allt, er veldur sorg.

Hann bylgjur getur bundið

og bugað storma her,

hann fótstig getur fundið,

sem fær sér handa þér.

Ef vel þú vilt þér líði,

þín von á Guð sé fest.

Hann styrkir þig í stríði

og stjórnar öllu best.

Að sýta sárt og kvíða

á sjálfan þig er hrís.

Nei, þú skalt biðja og bíða,

þá blessun Guðs er vís.

Drottinn blessi þig og þína.

'I Jesú nafni. Amen.


"Bæn.

Upp hef ég augu mín,

alvaldi Guð, til þín.

Náð þinni er ljúft að lýsa,

lofa þitt nafn og prísa.

Allt er að þakka þér

það gott, sem hljótum vér

um allar aldaraðir,

eilífi ljóssins faðir.

Vér erum gleymskugjörn,

gálaus og fávís börn,

en þú, sem aldrei sefur,

á öllum gætur hefur.

'Eg veit, að aldrei dvín

ástin og mildin þín,

því fel ég mig og mína,

minn Guð, í umsjá þína.

Blessa þú alla þá er les þetta.

I Jesú nafni. Amen.


" Gæska og náð Guðs.

Drottinn sagði við mig:

,,Þetta er boðorð, sem ég legg fyrir þig í dag,

er þér eigi um megn, og það er eigi fjarlægt þér.

Heldur er orðið harla nærri þér, í munni þínum

og hjarta þínu, svo að þú getur breytt eftir því.

Drottinn veitir lýð sínum styrkleik,

Drottinn blessar lýð sinn með friði.

Sæll er sá er gefur gaum að bágstöddum,

á mæðideginum bjargar Drottinn honum.

Drottinn varðveiti hann og lætur hann njóta lífs

og sælu í landinu.

Og eigi ofurselur þú hann græðgi óvina hans.

Drottinn styður hann á sóttarsænginni,

þegar hann er sjúkur, breytir þú beð hans í

hvílurúm.

'Eg sagði:,, Ver mér náðugur, Drottinn,

lækna sál mína, því ég hef syndgað móti þér.

Fyrirgef þú sekt mína.

Drottinn svaraði mér:

,,'Eg,ég einn afmái afbrot þín sjálfs mín vegna

og minnist ekki synda þinna."

Amen.


"Tár.

Drottinn!

Reglur þínar eru dásamlegar,

þess vegna heldur sál mín þær.

'Utskýríng orðs þíns upplýsir,

gjörir fávísa vitra.

'Eg opna muninn af ílöngun,

því ég þrái boð þín.

Snú þér til mín og ver mér náðugur,

eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt.

Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu

og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér.

Leys mig undan kúgun manna,

að ég megi varðveita fyrirmæli þín.

Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn

og kenn mér lög þín.

Augu mín fljóta í tárum,

af því að menn varðveita eigi lögmál þitt.

Abba Jesú, ekkert er vera en svikult hjarta

af ásettu ráði.

Fyrr en vakan hefst eru augu mín vökul

til þess að íhuga orð þitt.

'Eg er á ferli og hrópa

og bíð orða þinna.

I Jesú nafni. Amen.


"Bæn mín til þín og mín.

'O, Jesús, láttu aldrei hér

anda þinn víkja burt frá mér,

leið mig veg lífsins orða,

svo hjartað bæði og málið mitt

mikli samhuga nafnið þitt,

holds girnd og hræsni forða.

Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð,

ríkið, sem eilíft skal standa,

gefðu nýtt líf, meira ljós, þinni hjörð,

leið oss í heilögum anda.

Helga vorn vilja að vinna þér,

vitna um þig, meðan dagur er.

Tendra þú eld þinnar ástar í sál

allra, sem miskunn þín sendir,

styrk oss að flytja þitt fagnaðarmál,

fölskvalaust allt, sem þú kenndir.

'I þinni fylgd verði höndin hlý,

hugurinn bjartur og tungan ný.

Þú hefur fórnað og fyrir oss strítt,

fátækt þín auðgað oss hefur.

Andann þinn helga, sem allt gjörir nýtt,

ómælt þú sendir og gefur.

Opna þú hjörtun og auk oss trú,

eilífi frelsari, bænheyr þú. 

'I Jesú nafni. Amen.


Guð.

Lát undur þinnar ástar vekja

upp elsku hreina í hverri sál

og öfund burt og hatur hrekja

og heiftrækninnar slökkva bál.

Lát börn þín verða í elsku eitt

og elska þig, sinn föður heitt.

Amen.


"Vinur.

He who gets and never gives,

will lose the truest friend that lives;

He who gives and never gets,

will sour his friendships with regrets;

Giving and getting, thus alone,

a friendship lives-or dies a-moan!


"Bæn mín.

Mitt höfuð, Guð, ég hneigi,

að hjartað stíga megi

í bljúgri bæn til þín.

Lát heims ei glys mér granda,

en gef mér bænaranda

og hjartans andvörp heyr þú mín.

'Eg bið þig, faðir blíði,

um bót í lífsins stríði

í Jesú nafni nú.

'I hæðir hjartað mænir,

þú heyrir allar bænir

í Jesú nafni,í Jesú trú.

Og þótt ég öðlist eigi,

gef ei ég þreytast megi

sem best að biðja þig.

Þú einn veist tíma og tíðir,

ég treysti því: um síðir

þú bænheyrir og blessir mig.

Og þótt ég öðlist eigi,

gef ei ég kvarta megi

né mögla móti þér.

'Eg veit þú vilt hið besta

og víst ei lætur bresta

það neitt, er getur gagnast mér.

Og þótt ég öðlist eigi,

gef ei ég hugsa megi:

,,Mín bæn til einskis er".

Þótt ekkert annað fái ég

í auðmýkt hjartans má ég

í von og trausti tengjast þér.

Sá andans andardráttur

sé óslítandi þáttur

á milli mín og þín.

Þá barnslegt hjarta biður,

þín blessun streymir niður.

'Eg fer til þín, kom þú til mín.

'I Jesú nafni.

Amen.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband