Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vínkona.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann, í von um að sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna.

Vér vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingahríðir allt til þessa.

En ekki einungis hún heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkama vora. Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir.

Von er sést, er ekki von, því að hver vonar það sem hann sér. En ef vér vonum það sem við sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði.

Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið. En hann sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.

Vér vitum, að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns,svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.

Hvað eigum við þá að segja við þessu?

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Hann sem þyrmdi ekki sýnum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, því skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?

Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu?

Guð sýknar.

Hver sakfellir?

Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisin, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.

Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists?

Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð?

Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé.

Nei, í öllu þessu vinnum við fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.

Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.

Amen í Jesú nafni.Amen                                                                                    Róm 8.


Orð Drottins til þín og mín.

Hrópaði Jesús hátt í stað, holdsmegn og kraftur dvínar:

'Eg fel minn anda, frelsarinn kvað, faðir, í hendur þínar.

Þú, Kristinn maður, þenk upp á þíns herra beiskan dauða,

að orðum hans líka einnig gá, eru þau lækning nauða.

Jesús haldinn í hæstri kvöl, hlaðinn með eymdir allar,

dapurt þá að kom dauðans böl, drottin sinn föður kallar.

Herrann vill kenna þar með þér, þín ef mannraunir freista,

góðlyndur faðir guð þinn er, gjörir þú honum að treysta.

Fyrir Jesúm þú fullvel mátt föður þinn drottin kalla,

en þótt þig krossinn þvingi þrátt, það mýkir hörmung alla.

Eins og faðirinn aumkar sig yfir sitt barnið sjúka,

svo vill guð einnig annast þig og að þér í miskunn hjúkra.

Einnig sýna þér orð hans klár ódauðleik sálarinnar.

Þó kroppurinn verður kaldur og nár, kreinkist ei lífið hennar.

Hvar hún finnur sinn hvíldarstað, herrann sýnir þér líka.

Hönd guðs þíns föður heitir það, hugsa um ræðu slíka.

Viljir þú eftir endað líf eigi þín sál þar heima, undir hönd drottins hér þá blíf,

hans boðorð skaltu geyma.

Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu haltu þá bestu:

Blessuð hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. 

'I Jesú nafni Amen,amen.


"Bæn.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_god-eye

'O hve sæll er sá, er treysti

sínum Guði hverja tíð,

hann á bjargi hús sitt reisti,

hræðist ekki veðrin stríð.

Hann í allri segir sorg:

Sjálfur Drottinn mín er borg,

náð og fulltingi hans mig hugga,

hans ég bý í verndar skugga.

'I það skjól vér flýjum faðir,

fyrst oss þangað boðið er,

veginn áfram göngum glaðir,

glaðir, því við treystum þér.

Ein er vonin allra best,

á þér sjálfum byggð og fest,

að þú sleppir engu sinni

af oss kærleikshendi þinni.

Amen,amen.

'I nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda.

Guð geymi oss og varðveiti oss á sálu og lífi

þessa nótt og alla tíma í Jesú nafni.

Amen.

Guð gefi oss guðlega að lifa, þolinmóðlega

að þreyja, Kristilega að deyja og gleðilega til eilífs lífs upp að vakna.

Fyrir Jesú Krists.

Amen.


Abba.

Drottinn Guð minn, takk fyrir nýjan dag og náð þína. 

Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál

er til hans leitar.

Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.

Hvern á ég annars að á himnum?

Og hefi ég þig Drottinn, hirði ég eigi um neitt á jörðu.

Þótt hold mitt og hjarta tærist er Guð bjarg hjarta míns

og hlutskipti mitt um eilífð.

Hann svaraði mér:,,Sjá ég sendi engil á undan þér til að varðveita

þig á ferðinni og leiða þig til þess staðar, sem ég hefi fyrirbúið.

Amen 'I Jesú nafni. Amen,amen.


Þitt orð.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_alheimur_mannsauga_stor_030301

Þú, Jesús, ert vegur til himinsins heim,í heimkynnið sælunnar þreyða.

Æ, lát oss ei villast frá veginum þeim á veginn til glötunar breiða.

Þú, Jesús, ert sannleikur,lát oss fá lært ei lyginnar röddum að hlýða,

en veit, að oss öllum sé indælt og kært af alhug þitt sannleiksorð blíða.

Þú, Jesús, ert lífið, sem dauðann fær deytt, lát dauðann úr sálunum víkja,

en lífið, sem eilífan unað fær veitt, með almættiskrafti þar ríkja.

Þitt orð, Guð, vort erfðafé, þann arf vér bestan fengum.

Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gegnum.

Það hreystir hug í neyð, það huggar sál í deyð.

Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss.

'O, gef það glatist engum.

'I Jesú nafni.

Amen,amen.                                                                                     Helgi Hálfdáns 


Orð Guðs.

!cid_1D72541F-6005-411E-91FB-97CE5CF6E081   

'Eg ferðast um dauðans dapurleg lönd,

og dimmt er á brautum þeim,

en Guð, faðir minn, lét sitt ljós mér í hönd

að lýsa mér veginn heim.

Mikla ljós, milda ljós,

leiðarljós hér á jarðlífsstig,

þú lýsir mér heim, þér sé lof og hrós,

þín leiðsögn ei svíkur mig.

En ljósið, það er Guðs eilífa orð,

sá árgeisli Drottni frá.

Þó að blási á það haturs sterkviðri á storð,

þeir stormar ei slökkt það fá.

Um aldir það kristnum lýst hefur leið,

það leiðsögn fær besta veitt.

Og í skíni þess verður gata mín greið,

mér gjört fær ei óvin neitt.

Nú áfram ég geng í gleði og sorg,

því Guðs orð minn lýsir veg

heim í Guðs föður dýrðar blessuðu borg.

,,Þig, Biblía, elska ég."

'Eg elska þig Jesús.

'I Jesús nafni . Amen,amen.

                                                                                                                     Magnús Guðmunds.


Ef þú vilt.

engillEf þú vilt mig hreinsa, Herra,

                     Hindra kann þig ekki neinn,

                     sár mín þarftu ei sjálfur þerra,

                     segdu aðeins: ,,vertu hreinn".


Bænin.

Guð geymi oss og varðveiti á sálu og lífi þennan dag og alla tíma.

'I Jesú nafni.Amen.

'Eg þakka fyrir nýan dag og náð Abba faðir.

Heilagi Guð, himneski faðir.

'Eg vegsama þig á þessum degi ásamt öllum þeim,

sem þekkja þig og minnast dýrðar þinnar.

'Eg þakka þér að hús þitt er okkur opið, að orð þitt er boðað,

að þú kallar börn þín saman til þess að styrkjast í trú og von og

kærleika, að við megum nærast og endurnýjast í þér.

'Eg þakka þér að við megum  nálgast þig í helgidómi þínum,

þótt vér séum duft eitt og syndug.

'Eg bið þig að blessa okkur, tala til okkar í orði þínu,

gef okkur auðmjúkan anda,  hljóðlát og hlýðin hjörtu.

Tala þú til okkar, sem við þurfum að heyra, gjör oss kunnan vilja þinn

og lát oss lúta honum, birtu oss náð þína og lát oss þiggja hana.

'Eg bið þig að þú leiðir þá, sem þjóna orði þínu.

Lát þú anda þinn styrkja þá og stjórna þeim.

Lát varir okkar vegsamma þig.

Blessa alla þá er leita þín.

Laða alla menn að lindum þínum.

Fyll oss ljósi þínu, blessa bænir okkar, lofsöngva og boðun.

Lát hjálp þína birtast svo, að nafn þitt verði vegsamað.

Heilagi, helga oss þennan dag og lát alla daga okkar bera þess mót,

að við erum helguð þér.

'I Jesú nafni.

Amen,amen.


Bænin.

 jesuslovesme

Guð geymi oss og varðveiti oss á sálu og lífi

þennan dag og alla tíma í Jesú nafni.

Amen.

Faðir vor, þú sem ert á himnum,

helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki.

Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort heilaga brauð og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldum nautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

'I Jesú nafni Amen.

A' þig, Jesú Krist, ég kalla, kraft mér auka þig ég bið.

Hjálpa þú mér ævi alla, að ég haldi tryggð þig við.

Líkna mér og lát mér falla ljúft að stunda helgan sið.

'Eg svo hlýði ætið þínum elskuboðum, herra minn,

votti trú í verkum mínum, vel að ég reki feril þinn,

þinni raust með sannleik sínum sífellt gegni varfærinn.

Heyr þú mitt hróp, ég treysti, Herra, þér, og stenst ég þá.

Þótt mín syndir þráfalt freisti, þú mér aldrei víkur frá,

en mér sendir sanna hreysti, sigri frægum loks að ná.

'I Jesú nafni. Amen, amen.

 

 

 


Faðir.

Guð, himneski faðir.

'Eg þakka þér, að þú hefur leitt mig og stutt á þessum degi.

'Ohult og heil gat ég gengið að starfi. Það var þín náðargjöf.

Verndin þín hefur verið mér trú. Lof og þökk sé þér.

Þú þekkir allt sem miður fór hjá mér.

Þú veist, að ég hef ekki haft hreinar hvatir, ekki verið

þér trú í hjarta mínu, ekki leitað ríkis þíns fyrst af öllu,

ekki elskað mennina heilum huga.

'Eg er ekki þitt barn vegna þess hver ég er.

En sakir þess, hvernig þú ert, má ég treysta því,

að ég er þitt barn. Þú elskaðir mig af fyrrabragði.

Þú gafst son þinn í dauðann fyrir mig.

Þú tókst mig að þér í heilagri skírn.

'I trausti til trúfesti þinnar bið ég þig:

Miskunna mér, fyrirgef allt sem ég brotið í dag.

Lauga mig hreina og lát mig sofna í föðurörmum þínum.

Lát anda þinn vaka í sálu minni í nótt og veita mér krafta til

nýs lífs.

'Eg bið þig að blessa alla menn, ástvina mína og ættmenn,

þjóð mína og fósturjörð. Hjálpa þeim sem stýra málum stétta

og þjóða og veit þeim vitsmuni, réttsýni og góðvild, svo að friður

verði og farsæld. Styrk alla góða viðleitni og vilja.

Blessa kirkju þína. Styrk þá sem boða orð þitt með þjóðum, sem

ekki þekkja þig. Varðveit oss frá vantrú og villu, andvaraleysi og

skinhelgi. Miskunna öllum, sem líða þrautir og eiga í andstreymi.

Hjálpa þeim, sem eru í myrkri vantrúar, efasemda og annarra illra áhrifa.

Heyr hvert andvarp, líkna hverju hjarta, lýstu hverri sál.

Ver þú hjá mér í vöku og svefni og varðveit mig að eilífu í

þinum friði, og einnig alla þá sem lesa þessa bæn.

'I Jesú nafni.Amen,amen.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband