Mikkli dalur.

Sannleikakóngsins sannleiksraust, sá þarf að elska hræsnislaust,  sem er hans undirmann,

  því slægð og lygi hatar hann, hreinhjörtuðum miskunnar hann.

  Ef þú, mín sál í Guði glödd girnist að heyra kóngsins rödd,

gættu þá gjörla hér,  hvað boða Drottins þjónar þér; þeirra kenning raustin hans er.

  Rannsaka, sál mín, orð það ört, að verður spurt: Hvað hefur þú gjört? 

Á hvern umliðinn dag; Iðran gjör og grát þinn hag, Guðs son bið það færa í lag.

  Allt hef ég, Jesus, illa gjört. Allt það að bæta þú kominn ert.

Um allt því ég kvittur er.

Allt mitt líf skal þóknast þér; þar til,  bið ég, hjálpa þú mér.

Því fell ég nú til fóta, frelsarinn Jesus,þér.  Láttu mig nafns þíns njóta.Náð og vægð sýndu mér. 

Ég skal með hlýðni heiðra þig nú og um eilíf alla.

  Þá huggar þú, Herra mig.

Í Jesus nafni. 

Amen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Hallgrímur pétursson og ég að biðja og biðjum einnig fyrir þér.

Aida., 2.4.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband