Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

"Orð hans til þín."

aidaspictures5

Sæll er sá , er situr í skjóli hins hæsta,

sá er gistir í skugga Hins Almáttka,

sá er segir við  Drottin: ,,Hæli mitt og háborg,

Guð minn er ég trúi á!"

Við þig segir hann: 'Eg frelsa þig úr snöru fuglarans,

frá drepsótt glötunarinnar, 'eg skýli þér með fjöðrum mínum,

undir vængjum mínum mátt þú hælis leita, trúfesti mitt er skjöldur og verja.

Þú þarft ekki að óttast ógnir næturinnar, eða örina sem flýgur um daga,

drepsóttina, sem reikar um í dimmunni, eða sýkina, sem geisar um hádegið.

Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.

Þú horfir aðeins á, sérð hversu óguðlegum er endurgoldið.

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert mig,hinn hæsta að athvarfi þínu.

Engin ógæfa mun henda þig, og engin plága nálgast þig.

Því að þín vegna býð ég út englum mínum, til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.

Þú skalt stíga á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.

Af því að þú leggur ást á mig, mun ég frelsa þig.

'Eg bjarga þér af því að þú þekkir nafn mitt.

'Akallar þú mig, mun ég bænheyra þig.

'Eg er hjá þér í neyðinni, ég frelsa þig og geri þig vegsamlegan.

'Eg metta þig með fjöld lífdaga og læt þig sjá hjálpræði mitt."


"Bæn."

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_englar_englar3

Faðir vor, þú, sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki,

Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglega brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen.

Takk fyrir þennan dag Drottinn og þína náð.

Takk fyrir að við megum og getum leitað þín.

Faðir vor, blessa þú okkur og varðveittu okkur.

 Láttu þína ásjónu lýsa yfir okkur og vertu okkur náðugur.

Upplyftu þínu augliti yfir okkur og gef okkur frið.

Megi náðin þín Drottinn og kærleiki vera með okkur.

Fylltu hjörtu okkar sem biðja þessa bæn með fullvissu og sigur,

í öllu sem við glímum við í þessum heimi hér.

En mest af öllu, Fylltu hjörtu okkar með gleði og frið.

Opna þú augu okkar og eyru, svo við fáum séð þig og heyrt þig.

Þá fáum við skilning og vit til að greina rétt á þessum erfiða tíma.

'I Jesús heilaga nafni.

Amen,amen,amen.


"Bænin."

Ljúfi Jesús. 

Segðu hvern morgun svo við mig,

sæti Jesús, þess bið ég þig:

"'I dag þitt hold í heimi er,

hjartað skal þó vera hjá mér."

'I dag , hvern morgun ég svo bið,

aldrei lát mig þig skiljast við,

sálin, hugur og hjartað mitt

hugsi og stundi á ríkið þitt.

Eg bið fyrir öllum Jesú, öllum sem þú hefur

ákvarðað að lesa þessa bæn.

'I Jesú nafni.

Amen,amen,amen.

 


"Sorgin."

Eg styð mig nú við orð þitt,

erfiði léttu, Drottinn, mitt,

sálin mín er af þunga þjáð,

þyrst og sárhungruð eftir náð.

'A náð legg ég mig lausnarans,

lífið mitt er á valdi hans,

gæskan þín hefur grát minn stillt,

Guð, far þú með mig sem þú vilt.

'I Jesú nafni.

Amen.


"Vinir"

end5

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk.

'A leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann.

Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann i sandinn,

"I DAG GAF BESTI VINUR MINN M'ER EINN 'A ANN:"

Þeir gengu áfram þangað til þeir komu á vatnslind og þar fóru þeir útí.

Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður, en var bjargað af vini sínum.

Þegar hann hafði jafnað sig, risti hann í stein;

"'I DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN M'ER FR'A DRUKKNUN."

Vinurinn sem hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði;

"Þegar ég sló þig skrifaðir þú það í sandinn, og núna skrifar þú í steininn,

af hverju?"

Hann svaraði; "Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn,

þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því.

En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn

getur eytt því.

"LÆRÐU AÐ SKRIFA S'ARINDINN ÞiN 'I SANDINN OG GRAFA HAMINGJUNA ÞiNA 'I STEIN!"

Það er sagt að það taki eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna

meta hana, einn dag að elska hana.

En heila ævi að gleyma henni.


Fegurðin

aidaspictures

"Trúin"

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_011

Sjáið slíkan kærleika faðirinn hefur gefið og sýnt okkur, að við skulum vera kölluð

Guðs börn. Og það erum við.

E'g trúi því að þegar hann birtist munum við verða honum líkir og við munum sjá hann

eins og hann er.

Við eigum að elska hver annan, af því að við sem elskum hann erum komin yfir frá dauðanum til lífsins, með því að við elskum náungan eins og Jesú elskar hann.

Elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og i sannleika.

Guð er meiri en hjörtu okkar og ef við höfum ekki kærleika fyrir einhvern þá biðjum vér

til hans ,um miskunn og kærleika.

Þá fáum við djörfung til hans, og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum,

af því að við höldum boðorð hans og biðjum um það sem honum er þóknanlegt,

sem er kærleikur. Það sem maðurinn ekki megnar það gerir hann.

Og þetta er hans boðorð, að við skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists

og elska hvern annan, og sá sem heldur boðorð hans er stöðugur í Guði og

Guð í honum.

Að hann er stöðugur í okkur þekkjum við af andanum, sem hann hefur gefið okkur.

Amen.

 


"Jesú minn!"

Lát mig, 'O Jesú kær,

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_clip_image001_0072

aldrei svo vera þér fjær,

að sjái ég ei sár þín skær,

þá sorg og eymd mig slær.

'Eg fel í sérhvert sinn

sál og líkama minn

í vald og vinskap þinn.

Vernd og skjól þar ég finn.

Amen.


"Bæn okkar í dag."

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_head4634f1253ada4Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn,til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss i dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa þú oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen.

Komum,fögnum fyrir Drottni.

Komum, Guðs á fótskör föllum

fram með bæn og þakkargjörð.

Guð er vígi og vörn oss öllum,

við hans eignarþjóð og hjörð.

Hlýðum rödd Guðs, og herðum ekki

hjörtu vor.

Keppum náð að höndla hans,

hvíld að erfum sæluranns.

Drottinn.

E'g bið þig að blessa okkur, tala til okkar í orði þínu,

gef okkur auðmjúkan anda, hljóðlátt og hlýðið hjarta.

Tala þú  það, sem við þurfum að heyra,

gjör kunnan vilja þinn og lát okkur lúta honum,

birtu  náð þína og lát okkur þiggja hana.

'Eg bið þig að leiða og helga þá,sem þjóna orði þínu.

Lát anda þinn styrkja þá og stjórna þeim,

lát varir þeirra vegsama þig.

Blessa alla þá er leita þín, laða alla menn að lindum þínum.

Fyll hvern helgidóm ljósi þínu.

Blessa þú bænir, lofsöngva, og boðun.

Lát hjálp þína birtast svo, að nafn þitt verði vegsamað.

Heilagi Guð, helga okkur þennan dag og lát alla daga vora

bera þess mót, að við séum helguð þér.

Friður sé yfir Ísrael.

I  Jesú nafni.Amen,amen,amen.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.