Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kærleikurinn.

Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans.

Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver

og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með.

Vér limir Jesú líkamans, er laugast höfum blóði hans,

í sátt og eining ættum fast með elsku hreinni að samtengjast,

því ein er skírn og ein er von og ein er trú á Krist, Guðs son.

Og einn er faðir allra sá, er æðstan kærleik sýndi þá,

er sinn hann eigin son gaf oss og síðan andans dýra hnoss,

þess anda, er helgar hjarta manns og heim oss býr til sæluranns.

'O, látum hreinan hjörtum í og heitan kærleik búa því,

að eins og systkin saman hér í sátt og friði lifum vér,

Vor hæsti faðir himnum á sín hjartkær börn oss kallar þá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.