Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Líf.

Faðir vor, þú, sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir,

 svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin

að eilífu.Amen,amen.

Drottinn, takk fyrir þína dýrð og náð þína sem er ný

á hverjum morgni.

Takk fyrir að gærdagurinn sem hefur runnið sitt skeið

skiptir þér ekki máli nú, heldur gefur þú nýjan dag og nýja náð.

Fyrir mig og alla þá er þarfnast þess.

Helga þú vor hjörtu sem biðja þessa bæn, helgum anda þínum.

Öndvegi þú eigir innst í huga vor.

Minnstu ei á okkar mörgu, stóru syndir.

Heldur þvoir þú þær í burt með kærleiks lindir þínar.

Veit oss trú, sem vottar þér, vonargleði sem um eilífð ávöxt ber.

I Jesús heilaga nafni. Amen.


Andin minn.

!cid_D4F29187-484D-4EA9-B835-CBFC8C74A8D4'O, Jesús, gef þinn anda mér,

                        allt svo verði til dýrðar þér

                        uppteiknað, sungið, sagt og téð.

                        Síðan þess aðrir njóti með.

                        Gef mér, Jesús, að gá að því,

                       glaskeri ber ég minn fjársjóð í.

                       Viðvörun þína virði ég mest,

                       veikleika holdsins sér þú best.

                    Blessa þú alla sem þetta sér, í Jesú

                    nafni bið ég nú. Amen,amen.


Þökkum honum.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesus00028hs7

'A meðan engin mætir neyð, á meðan slétt er ævileið,

vér göngum þrátt með létta lund og leitum ei á Jesú fund.

En þegar kemur hregg og hríð og hrelling þjakar, neyð og stríð,

í dauðans angist daprir þá vér Drottin Jesú köllum á.

Hann harmakvein vort heyrir vel og hastar á hið dimma él

og sveipar skýjum sólu frá, öll sorg og kvíði dvínar þá.

En gjafarinn oss gleymist þrátt, þótt gæsku reynum hans og mátt.

Af gjöfum Drottins gleðjumst vér, en gleymum oss að þakka ber.

Sjá, ævin hefur enga bið, þó enn er tími að snúa við,

að flytja þakkir þeim sem gaf, ei það má gleymast héðan af.

Því jafnvel skynlaus skepnan sér, hve skaparanum þakka ber,

um himingeiminn, lög og láð hún lofar Drottins miklu náð.

'O, stöndum eigi eftir þá, en aftur snúum þökk að tjá,

og látum hljóma lífs með hjörð hans lof og dýrð með þakkargjörði.

I Jesú nafni.Amen,amen.


Alvæpni Guðs.

Guðs alvæpni taktu og trúfastur ver.

Þá viðnám þú veitir, er vopnum þeim beitir,

og sigrinum heitir hinn sigrandi þér.

Guðs alvæpni taktu og öruggur ver,

svo óvinir eigi á orrustu degi

að óvörum megi fá unnið á þér.

Guðs alvæpni berðu og vakandi ver,

og beittu á verði Guðs blikandi sverði,

þótt veröldin herði sín vélráð að þér.

Guðs alvæpni fágað í fylkingu ber,

og berðu fram skjöldinn, er skelfir þig öldin,

þá myrkranna völdin ei mega við þér.

Guðs alvæpni dýrast mun duga þér vel

á ævinnar vegi, á úrslitadegi þá bugast þú eigi, en brosir við hel.

Drottinn. 'Eg hef þér heitið, Jesús,

að hlýða og fylgja þér.

Þú vinur, bróður bestur, þitt boð sé heilagt mér.

'Eg vil ekki frá þér víkja, þú veitir styrk og lið.

'Eg þarf ekkert að óttast, ef þú ert mér við hlið.

'Eg hef þér heitið, Jesús, því heit þitt gafstu mér.

'O láttu líf mitt verða til lofs og dýrðar þér.

'I Jesús heilaga nafni Amen,amen.

Blessa þú alla er lesa þetta í nafni þínu Jesús.Amen.


Þitt orð.

'O, Herra Jesús, hjá oss ver, því heims á vegum dimma fer,

þitt orðaljósið lát oss hjá með ljóma hreinum skínið fá.

Þótt ill sé tíð og öldin spillt, lát oss, þinn lýð, ei fara villt,

en hjá oss æ þitt haldast orð og helga skírn og náðarborð.

'O, Kristur, þína kirkju styð, þótt kuldi og svefn oss loði við,

og kenning þinni götu greið, um gjörvöll löndin hana breið.

Það náði, Guð, þín miskunn mild, hvað margir kenna að eigin vild

og hærra meta hugboð sitt en heilagt sannleiks-orðið þitt.

Ei oss ber heiður, heldur þér, en heiður þinn,ó, Jesús, er

að sigri haldi hjörðin sú, er heiðrar þig með réttri trú.

Þitt orð er sálar æðsta hnoss, þitt orð er sverð og skjöldur oss.

Þótt annað veltist veröld í, oss veit til enda að halda því.

Þitt heilagt orðið heims í nauð sé, Herra kær, vort daglegt brauð,

oss leiðsögn holl um harmadal og himins inn í gleðisal.

I Jesú nafni.Amen,amen.


Bænin.

!cid_C69FDEBD-AA93-4B1B-9D67-9B6707BD2D4EFaðir vor .Þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.

Amen.

Takk fyrir daginn og náð þína og allt sem þú hefur gefið okkur, 

og allt sem enn er ekki komið fram.

Takk fyrir lækningu og lausn þína, Heilagur.

Hallelúja Jesús,já dýrðin er þín að eilífu,hallelúja. 

Andi trúar, andi vonar,andi Jesú Krists,

Guðs sonar,andi dýrrar elsku hans,

lát þú sannleiks ljósið bjarta lýsa skært í hjörtu okkar,

fyll það krafti kærleikans.

Blessa þú alla þá er les þessa bæn.

I Jesús heilaga nafni Amen, Hallelúja.


Bænin.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_fotojesusorandoDrottinn, Guð Ísraels.

Enginn Guð er sem þú á himni sem á jörðu, þú sem heldur sáttmálann

og miskunnsemina við þjóna þína, þá er ganga fyrir augliti þínu af öllu

hjarta sínu.

Snú þér, Drottinn, Guð minn, að bæn þjóns þíns og fyrirgef er þú heyrir.

Ef lýður þinn bíður ósigur fyrir óvinum sínum, af því að þeir hafa syndgað

á móti þér, og þeir snúa sér og játa þitt nafn og biðja og grátbæna þig,

þá heyr þú það á himnum og fyrirgef og blessa þú þinn lýð.

Ef einhver ber fram einhverja bæn eða grátbeiðni, vegna angurs, sársauka

eða sjúkdóma og veikindi og fórnar höndum til þín, þá heyr þú það frá himnum og fyrirgef

og gef sérhverjum eins og hann hefur til unnið og svo sem þú þekkir hjartað.

-Því að þú einn þekkir hjörtu manna.

Ef við syndgum gegn þér-því að enginn er sá er eigi syndgi- og þú reiðist.

Þá hjálpa þú oss að taka sinnaskipti,að við snúum okkur til þín og biðjum þín.

Þá heyr þú það frá himnum bæn okkar og grátbeiðni, rétt þú hlut okkar og fyrirgef lýð

þínum. Kenn þú oss þann veg er leiðir til þín og gjör oss alheil í þér.

I Jesús heilaga nafni. Amen,amen,amen.


Faðir

A' þig, Jesú Krist, ég kalla,

kraft mér auka þig ég bið.

Hjálpa þú mér ævi alla,

að ég haldi tryggð þig við.

Líkna mér og lát mér falla

ljúft að stunda helgan sið.

Amen I Jesú nafni.

Amen.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband