Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Tónlist, tungumál sálarinnar.

Drottinn.

Ég bið þig um að þú smyrjir hjörtu og huga allra þeirra sem fengið þá náðargjöf að syngja, að þú Guð, gefi þeim smurðar varir og að á rót tungunnar hvíli Andinn þinn Heilagi.Að þú Drottinn fyllir hjörtu þeirra með tónlist þína.

Ég bið þig Faðir, að þú opnir þau eyru er hafa verið lokuð svo þau heyra ekki,mætti eyrun opnast fyrir orð þau sem Heilagi Andi þinn syngur.

Að þú opnir þau augu sem eru lokuð svo orð þín og tónlist fá að opinbera þig og vitna um þig Jesus Krist, með orðum þeim er flæða inní eyru þeirra.

Ég bið lika fyrir þeim sem lesa þessa bæn með mér að þú Drottinn blessar þær sálir í Kærleikanum þínum.

Ég bið þessa bæn í þínu nafni Guð minn, í Jesus Krists nafni.Amen.

 100_1910.jpg


Höfnun.

Það er til fólk sem óttast kærl_cid_d4f29187-484d-4ea9-b835-cbfc8c74a8d4.jpgeikann. Fólk sem hendir henni frekar frá sér. Ég hef skilning á því, það er vegna þess að þeir sem þeir elskuðu höfnuðu þeim. Sumir alveg frá æsku, hafa fengið höfnun frá þeim sem ættu að elska þau. Þannig er hægt að brjóta niður kærleikann i sálu fólks. Barn sem upplifað höfnun strax frá upphafi af foreldrum og ættingjum er hin fullkomnu fórnalömb Djöfulsins. Svo tekur heimurinn við, og heimurinn elskar bara sitt eigið, en gerir hann ekki einu sinni það þá hvar skyldirðu þá finna kærleikann.Þú eignast börn, þú verður ástfanginn og loks máttu elska. Svo stækka börnin og jafnvel rata út i heiminn og týnast. Því börn erum við bara stutta stund, svo tekur heimurinn við og við gleymum kærleikanum. Slíkt fólk getur orðið svo hrætt við kærleika að þau loka fyrir honum svo það verði ekki aftur slíkur sársauki aftur og lokar hjarta sínu.

Fyrir þessum sálum öllum, sem hræðist kærleikann, vil ég biðja Guð almáttugan að snerta hjörtu þeirra og að hann dragi þá til sín, svo að kærleikurinn fái aftur að lifa í hjörtum þeirra. Slíkar sálir sem undirokaðir hafa verið frá æsku af hinu illa. Guð eini getur læknað þær sálir og ég bið Guð minn að umvefja allar þær sálir i kærleika sínum.

Í Jesus Krists nafni. Amen.


Kærleikurinn.

Sorg, söknuður, missir, föðurlaus,  móðurlaus, þrá og langanir. Hærusekkur og smælingi.... Draumar og vonir...ef ekki fyrir trú þá hvað?  Þá hvað?  Ef trúin er ekki.

Vonir, draumar og langanir.

Tilhvers þá að vona?

Ef ekki hægt að vona,  þá tilhvers að dreyma.

Ef ekki dreyma til hvers þá að langa.

Hvað er þá eftir? 

Nema sorg , söknuður , kannski þrá, kannski langanir, eða?

Er það? Ég veit það ekki.

Ef ekki væri fyrir trú mína þá hvað?

En trúin hvaðan kemur hún?

Ég veit þó það, því hún er gjöf frá Guði. Því hvað er maðurinn og mannanna börn að hann sjái þau, líti á þau, á okkur. Mæður og feður yfirgefa börnin sín, og börnin yfirgefa foreldra sinna. Þau hætta að elska , við hættum að elska . Hvað er þá mannveran að Guð almáttugur skyldi líta til og sjá.

Enginn sér hann, nema hann leyfi, engin getur séð það sem hann ekki trúir að sé til.

Hann leit mín, hann sá mig og sagði orð við mig og ég sá hann, og svo er enn i dag. Hann sagði trúðu, og ég leit hann sá hann. Hann gaf mér trú, og meir en það, ég fékk að kynnast honum. Þá sá ég aflverju ég var dáin þótt ég andaði.

Hann sýndi mér kærleikann, sem er hinn sanni kærleikur, hann leit mín. Þá skyldi ég afverju manneskjur fá sorg og söknuð og missir, inn á milli gleði og frið (eða?) Það er auðvelt að gefast upp á heiminum og allt sem i honum er ef maður á ekki kærleikann. Því það er kærleikurinn sem gefur okkur líf, kærleikurinn sem hann gefur.

Slíkur kærleikur verða þær sálir sem hann lítur, því hann býr í hjartanu. Það virðist sem illska og lokuð hjörtu sé tamari manninum, hans eðli.

Hann virðist bara getað fyrirgefið i fyrstu og þá sem barn ef þá,  Hann virðist frekar ljúga en að segja satt, því hver sem segist hafa fyrirgefið enn er ekki, hann hlýtur þá að vera lygari, og ef þarf að fyrirgefa nógu oft sem þarf ef þú þá átt fjölskyldu, vini, kunningja, eða bara samstarfsaðilja, óhjákramlegt held ég á æviskeiðinu allri.

Því Guðkenndi mér það mikilvægasta, hann leit mín og sá mín og sagði trú þú og ég gerði, hann hefði ekki gert það frekar enn mannveran , frekar en móðir mín eða faðir, systir eða bróður, frændur eða frænkur, Drottinn blessi þau öll, hann gerði það. Hef ég einhvern svikið i þessu lífi þá er það Guð, ég hef brotið öll boðorð hans og það meir en einu sinni eða tíu. Fjölskylda mín , yfirgaf mig fyrir minna, vinamissir, sorg og söknuður. Ég hef fyrirgefið öllum allt, og ég fyrirgef öllum allt, vegna kærleikans sem i honum býr. Það er það eina sem ég get launað kærleikanum, að ég fyrirgefi allt og öllum, að eins og hann gaf mér gaum og hlustaði og grátinn minn þá gef ég honum gaum og ég les hans orð eins og hann bað mig er hann á mig leit, og því er mér það kleift. Hans orð er það sem fyllir mig fyrirgefningu og kærleika. Slíkt hef ég aldrei lært hjá manneskjum. Kærleikurinn fyllir mig af vonir og langanir, að vilja og gera. Dauðinn vonar ekki, né þráir. Dauðinn þráir bara dauða . Lífið þráir  líf, þessvegna vonar hún, það líf sem í kærleikanum býr, því engin önnur heimkynni á hún.

Hver vill trúa, hver vill vona?

Ég bið að þú sem ert að lesa meðmér  fái að trúa og öðlast lífið í kærleikanum.

Kærleikurinn á sér nafn, fyrir þá sem vilja kalla. 

Hann heitir Jesus Kristur og orð hans er ekki langt frá þér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband