22.12.2010 | 01:08
Vinur minn.
Sæll er hver sá , er óttast Drottin,
er gengur á hans vegum.
Já, afl handa þinna skalt þú njóta,
sæll ert þú , vel farnast þér .
Æ Drottinn hversu er farið fyrir þjóðinni, er eitt sinn lofaði þitt nafn.
Nú i hendur heraga, i hendur ræningjum komin.
Rétt er það að fáir af þjóð þessari , elska þig. Fáir sem þekkja þig.
Það skortir mannúð það skortir ást og allt of margir eru úti að þjást.
Einhver spyr: Hva ..hafa þau ekki heyrt?
....jú þessi þjóð hefur sérstaklega heyrt, öll þjóðin.
Það er meina segja einstakt ef við lítum á heiminn og löndin.
Hún skýrist, hún fermist, en hún vill ekki heyra þig, vill ekki trúa.
Barnatrú, barnatrú. Hvar ertu nú?
..var hún í raun sönn, eða var hún í stall við jólasveininn, og álfa og tröll eða sá sem stendur á bakvið aðal púkan Coka cola.
Sorglegt, dapurlegt.
Ég sé sálir sem þig vildu, loka eyrunum og loka augun, og ekki hirtir hvorki umvöndun né áminningu. Bara allt í þykjó...eða.
Eyða frekar tímanum i hégóma og eftirsókn eftir vindi, og uppskeran er dauðinn, andlegan og svo líkamlegan.
ég hugga mig við þá bræður og systur , sem hlusta og lifa i þér.
Sem breytir og þroskast i þér og gefur þér gaum og bænir sínar.
Sem leita hins týnda og fæða hinn hungraða, sem blessar með höndum sinum og erfiðar sakir kærleika er þú stráir i hjörtu vor.
Abba Faðir .
Takk fyrir daginn sem þú gafst okkur og bænina sem i hjartanu býr.
Kom þú drottinn og gjör hið gamla að engu og nýtt fái að fæðast.
Hjálpa þú þessa þjóð og leið um réttan veg. Í Jesus Krists nafni. Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:11 | Facebook
Athugasemdir
Amen
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.12.2010 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.