19.3.2011 | 13:28
Tónlist, tungumál sálarinnar.
Drottinn.
Ég bið þig um að þú smyrjir hjörtu og huga allra þeirra sem fengið þá náðargjöf að syngja, að þú Guð, gefi þeim smurðar varir og að á rót tungunnar hvíli Andinn þinn Heilagi.Að þú Drottinn fyllir hjörtu þeirra með tónlist þína.
Ég bið þig Faðir, að þú opnir þau eyru er hafa verið lokuð svo þau heyra ekki,mætti eyrun opnast fyrir orð þau sem Heilagi Andi þinn syngur.
Að þú opnir þau augu sem eru lokuð svo orð þín og tónlist fá að opinbera þig og vitna um þig Jesus Krist, með orðum þeim er flæða inní eyru þeirra.
Ég bið lika fyrir þeim sem lesa þessa bæn með mér að þú Drottinn blessar þær sálir í Kærleikanum þínum.
Ég bið þessa bæn í þínu nafni Guð minn, í Jesus Krists nafni.Amen.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Löggæsla, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 14:24
knús.
Aida., 2.4.2011 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.