Sannir vinir.

_cid_d4f29187-484d-4ea9-b835-cbfc8c74a8d4.jpgFaðir minn.

Ég hef verið að hugsa mikið undanfarið.

Um lífsgæði og hamingjuna. Um hversu mikilvægt það er að hafa þig nálagt.

Abba Faðir minn, viltu þú gefa mér það sem mig vantar svo við fáum uppfyllt lífsgæðin mín.

Mig vantar vini og fjölskyldu og mig langar til að vera sá vinur eins og þú ert. Vinur sem eru vinur i raun.

Þú ert alltaf nálagt, ég þarf aldrei að leita. Stundum þarf ég að bíða, en þá segir þú mér að vera þolinmóð og að þú sért alveg að koma. Þú hunsar mig aldrei eða ert of upptekinn. Og þegar ég er í neyð þá kemur þú áður en ég kalla.

Abba Faðir, mig vantar alvöru vini. Sálir sem þurfa ekki að vera fullkomnar, bara eru heilhjörtuð, sem elska án skilirða.

Mig vantar líka  gott heimili , og ég á ekki heimsins verkfæri sem þarf til að eiga það. Ég hata þessa peninga. Hér í þessum heimi ertu ekkert án þeirra. Svo kallaðir "vinir" líta ekki í áttina til þeirra sem eru án . Og fólk allmennt vill ekki vita af þörf eða skort.

Það vantar Kærleik, það vantar ást og allt of margir eru úti að þjást.

Abba Faðir , snertu fólk með þinum hreina tæra ást. Og gef oss að lita til náungans í neyð hans. 

Að við séum sannir vinir. Vinir i raun.

Amen.

 

Í Jesus Krists nafni.Amen.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að það sé að elska án skilyrða þegar maður bendir EKKI á einhvern og segir: Þú ert ekki nógu góður.

Gummi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Aida.

Það er rétt. Það sannar hversu mikið við þörfnumst Drottinn og miskunn hans og náð  sem kærleikur hans gefur. Ef ekki fyrir hann , þá færum við öll illa. Og hjá Guði er miskunn en það er sjaldgæft að finna hjá mönnunum. Hvort er stærri synd hjá Guði, leti eða ábendingar, að stela eða vanrækja að ljúga eða drepa. Nei öll synd er jafn stór hjá honum. As God has forgiven you, forgive others. That is what love is. 1 Korintu kafli 13. Hin sanni kærleikur, Eigum við ekki þetta þá býr Kærleikurinn ekki i okkur.

Aida., 14.9.2011 kl. 20:39

3 identicon

Þessvegna horfir maður á synd sína og segir: Ég iðrast þess að hafa sagt eða gert þetta.

 Villt þú fyrirgefa mér Guð?

Gummi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 21:18

4 identicon

og það að iðrast er að traðka ekki á náðinni

með því að gleyma iðruninni daginn eftir og snúa aftur til syndarinnar eins og hundurinn til spýju sinnar,,,,,,

með því að framkvæma og tala út sömu hlutina aftur og aftur og aftur.

Það er að taka við fyrirgefningunni.

Sem þýðir það að reyni maður ekki að gæta sín og minnist iðrunarinnar mun maður

halda áfram að lítilsvirða náungann, og hórast framhjá Guði í hjarta sínu.

 Maður segir við sjálfan sig: Þessi er latur; þessi er ekki nógu góður maður eða eiginkona....

maður byrjar að tala þetta út við eiginmanninn eiginkonuna eða náungann og á endanum verður eldur tungu þinnar að veruleika í lífi þínu.

Eiginkonan eða maðurinn hættir að elska þig, hættir að vilja sofa hjá þér og þolir ekki lengur að vera nálægt þér.

Kvíður því í hvert skipti sem þú opnar munninn af því að þaðan veit sál hans að beiskjan kemur, ekki lengur þessi brunnur sem hann þráði að kyssa.

Gummi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 21:39

5 identicon

Sé maður svo búinn að samþykkja það með sjálfum sér að tala út neikvæðnina inn í líf sitt, þá fer maður fljótlega að samþykkja allskonar aðra hluti inn í líf sitt.

Maður fer kannski að taka þátt í klámi, eða eitthvað álíka.

Nú svo er hægt að hella sér út í fíkniefnaneyslu......

og fljótlega fara ávextir þínir að spretta upp eins og gorkúlur....

Allir verða heimskir nema þú, enginn sér Guð nema þú og enginn kann að iðrast eins og þú.....

Þú getur meira að segja sagt Guði fyrir verkum og kallað refsingu yfir heilu bæjarfélögin ...

vegna þess að þú ert sérstök hjá Guði.

Gummi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:04

6 identicon

Svo vaknar maður alltíeinu upp við það að lífið er bara fullt af sorg!!!!????

Afhverju! Ég sem var svo perfekt!

Þá er rétt að spyrja sig:

Kannski var ég að gera eitthvað vitlaust?

Gummi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:07

7 Smámynd: Aida.

Já og öll skortum við Guðs dýrð og erum háð náðinni. Þvi þar er fyrirgefninginn.

Aida., 15.9.2011 kl. 07:55

8 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Takk takk fyrir þetta mín  vinkona ég bið Guð að blessa þig eins og ég veit að hann geri Amen.

           Kær kveðja Gulli

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 15.9.2011 kl. 15:50

9 Smámynd: Aida.

Takk bróðir.Ég bið fyrir þér Gulli.

Aida., 15.9.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband