"Fjársjóður í leirkerum.

Ekki prédikum vér sjálfa oss,heldur Krist Jesú sem Drottin,en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú.
Því að Guð,sem sagði:,,Ljós skal skyna fram úr myrkri!"
-Hann lét það skína í hjörtu vor,til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs,eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists.
En þennan fjársjóð höfum við í leirkerum,til þess að ofurmagn kraftarins sé Guðs og ekki frá oss.
'A allar hliðar erum við aðþrengdir,en þó ekki ofþrengdir,
við erum efablandnir,en örvæntum þó ekki,
ofsóttir,en þó ekki yfirgefnir,
felld til jarðar,en tortímumst þó ekki.
Jafnan berum við með oss á líkamanum dauða Jesú,til þess að einnig líf Jesú verði opinbert í líkama okkar.
Því að við,sem lifum,erum jafnan framseldir til dauða vegna Jesú,
til þess að líf Jesú verði opinbert í dauðlegu holdi okkar.
Þannig er dauðinn að verki í okkur,en lífið í ykkur.
Við höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni:,,'Eg trúði, þess vegna talaði ég.
"Við trúum líka,og þess vegna tölum við.
Við vitum,að hann,sem vakti upp Drottin Jesú,mun einnig uppvekja okkur ásamt Jesú og leiða okkur fram ásamt ykkur.
Allt er þetta ykkar vegna,til þess að náðin verði sem mest og láti sem flesta flytja þakkargjörð Guði til dýrðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Halleljúq og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.2.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband