"Sönn og rétt Guðsdýrkun!

Elskan sé flærðarlaus.
Höfum andstyggð á hinu vonda,en höldum fast við hið góða.
Sýnum hver öðrum bróðurkærleika og ástúð,
og verum fyrri til að veita öðrum virðing.
Verum ekki hálfvolgir í áhuganum,
verum brennandi í andanum.
Þjónum Drottni. verum glöð í voninni,þolinmóð
í þjáningunni og staðföst í bæninni.
Tökum þátt í þörfum heilagra,stundum gestrisni.
Blessum þá sem ofsækja okkur.Blessum þá en bölvum þeim ekki.
Fögnum með fagnendum,grátum með grátendum.
Berum sama hug til allra,hreykjum okkur ekki,
en höldum okkur að hinum litilmótlegu.
Ætlum okkur ekki hyggna með sjálfum okkur.
Gjöldum engum illt fyrir illt.
Stundum það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.
Höfum frið við alla menn,að því leiti sem það er unnt og á okkar valdi.
Hefnum okkur ekki sjálf,heldur leyfum hinni refsandi reiði
Guðs að komast að,því að ritað er:

,,Mín er hefndin,ég mun endurgjalda,segir Drottinn"
Og eins og ritað er:,,ef óvin þinn hungrar,þá gef honum að eta,
ef hann þyrstir þá gef honum að drekka"
Með þvi að gjöra þetta safnar þú glóðum elds á höfuð honum.
"lát ekki hið vonda yfirbuga þig,heldur sigra þú illt með góðu".

Skuldum ekki neinum neitt,nema það eitt að elska hvern annan,
þvi að sá sem elskar náunga sinn,hefur uppfyllt lögmálið.
Boðorðin:,,þú skalt ekki drýgja hór,
þú skalt ekki morð fremja,
þú skalt ekki stela,
þú skalt ekki girnast,"og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein:
þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig."
Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein.
Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: j.o

Amen haliljua

j.o, 1.3.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Aida.

Þú ert sæt Júlla mín.

Aida., 1.3.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.