Lítil bæn.

Frelsarinn góði,ljós mitt og líf,
lífsins í stormum vertu mér hlíf.
Láttu þitt auglit lýsa yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.

Gjörðu mig fúsan,frelsari minn,
fúsari að ganga krossferil þinn,
fúsari að vinna verk fyrir þig.
Vinurinn eini,bænheyrðu mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: j.o

Guð blessi þig.Þessi bæn yljar um hjartað

j.o, 1.3.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen.og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.3.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afar fallegt, Arabína. Eftir hvern er þetta?

Jón Valur Jensson, 1.3.2008 kl. 17:14

4 Smámynd: Aida.

Takk Jón. 'Eg fann þessa bæn í bók sem 7 ára sonur minn á sem heitir Börn og bænir,höfundurinn heitir Bjarni Jónsson.

Takk Júlla mín og Gulli.Alltaf gaman að vita að þið fylgist með.

Aida., 1.3.2008 kl. 18:14

5 identicon

YNDISLEG BÆN

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:24

6 Smámynd: Aida.

Takk fyrir innlitið Birna.Drottinn blessi þig og fjölskyldu.

Aida., 2.3.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.