"Þegar hjarta mitt dó.

Vonin var horfin mér.
Allt er ég sá,var dauði.
Hjörtu mannanna var illska.
'Eg hataði manneskjur.
Heimurinn mátti farast og allt er í henni bjó.
'Eg leitaði,en fann enga fró.
Og einn daginn,hjarta mitt dó.

Meðan ég þagði,tærðust bein mín,
allan daginn kveinaði ég.
því að dag og nótt lá hönd Drottins þungt á mér,
lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju.

Þá játaði ég synd mína frammi fyrir Drottni
og fól eigi misgjörð mína fyrir honum.
'Eg mælti:,,'Eg vil játa afbrot mín fyrir Drottni,"
og hann fyrirgaf syndasekt mína.

Þess vegna biðji þig sérhver trúaður,
meðan þig er að finna.
Þótt vatnsflóðið komi,
nær það honum eigi.

Drottinn,er skjól mitt,
hann leysir mig úr nauðum,
með frelsisfögnuði umkringir hann mig.

Hann sagði:,,'Eg vil fræða þig og vísa þér veginn,
er þú átt að ganga,
ég vil kenna þér og hafa augun á þér:
Verið eigi sem hestar eða skynlausir
múlar;
með taum og beisli verður að temja
þrjósku þeirra,
annars nálgast þeir þig ekki.

Mikklar eru þjáningar óguðlegs manns,
en þann er treystir Drottni umlykur
hann elsku.
Gleðjumst yfir Drottni og fagnið,
þér réttlátir,
kveðið fagnaðarópi,allir hjartahreinir!
Því sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin,
synd hans hulin.
Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar
eigi misgjörð,
sá er eigi geymir svik í anda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra trúsystir. Kærar þakkir og Guðs blessun.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Aida.

Sæl Rósa.Gaman að fá þig og mikklar þakkir.

Og gnægð af blessunum til þín kæra mín.

Henry,mjög hvetjandi að þú skyldir fagna þetta.

Það var bara eitt sem bjargaði mér frá dauða mínum og ég meina það bókstaflega,og það var NT. Ritað er: Orð Drottins er lifandi.

Það smygur inn i merg og bein og smyr andan,og veitir líf.líf í andanum.

Ef þú upplifir andlegt þrot þá lít ekki af henni. Það gerði ég.

Það tekur smá tima en svo allt i einu kemur það.

I næstu bréfi minu ætla ég að fjalla um brauðið og þörf þess fyrir okkur öll. Þú gafst mér það.Eg bið fyrir þér og mun halda áfram að gera það.Drottinn blessi þig í Jesú nafni. Amen.

Aida., 3.3.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 amen Jesús  gaf mer líf

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 3.3.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl arabina,mér datt í hug að kýkja á síðuna hjá þér og líst bara nokkuð vel á.Gangi þér allt í haginn og gakk á guðs vegum,með drottinn Jesú í hjarta eru okkur allir vegir færir.kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.3.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Aida.

Takk 'Ulfar.Gaman að skyldir kikja.Jesú blessi þig lika.Amen.

Aida., 3.3.2008 kl. 21:06

6 identicon

Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Linda

Þú ert yndisleg og mikil blessun það er svo gaman að hafa þig á blogginu.

Knús

Linda, 4.3.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Aida.

Eg er orðlaus.

Aida., 5.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband