7.3.2008 | 10:07
"Bók bókanna.
Snúist til umvöndunar minnar,
Sjá,ég læt anda minn streyma yfir yður,
kunngjöri yður orð mín.
Ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð
mín hjá þér,svo að þú ljáir spekinni athygli þína,
hneigir hjarta þitt að hyggindum,
já,ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin,
þá munt þú öðlast þekking á Guði.
Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur
þekking og hyggindi.
Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna,er skjöldur þeirra,
sem breyta grandvarlega, með því að hann vakir yfir stigum réttarins
og varðveitir veg sinna guðhræddu.
Þá munt þú og skilja,hvað réttlæti er og réttur
og ráðvendni,-'I stuttu máli,sérhverja braut hins góða.
Því að speki mun koma í hjarta þitt,
og þekking verða sálu þinni yndisleg.
Aðgætni mun vernda þig og hyggindi varðveita þig,
til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á stigum
réttlátra.
Að hata hið illa er að óttast Drottinn.
Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann,og frelsar þá.
Finnið og sjáið,að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.
Ef einhver óskar lífs, til þess að njóta hamingjunnar,
þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali,
forðastu illt og gjörðu gott.
Leita friðar og legg stund á hann.
'I bók bókanna er hin andlega fæða mín.
Ekki leita ég þekkingu manna heldur þekkingu og orð Drottins.
Leyfum Drottinn að tala í dag,gefum honum gaum og nærumst með andlegri fæðu.
Sú fæða er kætir hjarta og sál og gefur frið hugans.
Sú fæða er gefur andlega fullnægingu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag kæra Arabina. Kærar þakkir fyrir þitt innlegg á þessum degi. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:14
amen Hallelúja. Guð blessi þig alla dagar
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 7.3.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.