" 'I anda.

'I anda, Kristur, enn ég lít

hið auða fíkjutré,

sem fordæmt með sín fölnuð lauf,

til foldar visnað hné.

 

Því ávöxtu það enga bar,

með auð sín blöð og tóm.

Mér er sem sjái ég sjálfan mig,

og sjálfs mín skapadóm.

 

'Eg er þitt fordæmt fíkjutré,

sem fell og visna skjótt.

Mitt líf nú senn er orðið allt,

og að fer dauðans nótt.

 

'A fund þinn, Kristur, kem ég nú,

ég krýp og til þín bið.

Við kross þinn sprettur lífsins lind,

með líkn í sínum nið.

 

Þinn, Kristur, snart ég klæðafald

með kærleiksmáttinn sinn,

mér hvarf af augum hula sú,

sem huldi guðdóm þinn.

 

Mér athvarf, Kristur, orð þitt var,

þitt orð, sem heyri ég nú:

E'g lifi og þú lifa munt,

þér lífið gaf þér trú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Kæra Arabína, ég vona að þú vitir hvað þú ert mikil blessun.  Svo svona rétt undir nóttina langaði mig að biðja þér blessunar í Jesu nafni.

knús.

Linda, 8.3.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæra Arabína. Ég þakka þér fyrir þennan yndislega texta. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:58

3 identicon

Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:48

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.3.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Aida.

Eg þakka ykkur öllum yndislega fólk.

Bið fyrir ykkur öllum,'I Jesú nafni.Amen.

Aida., 8.3.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband