Ljúfi Jesú.

Þér ég niður fell við fætur,

friðar hæsti gjafarinn,

þar mín öndin þreytta grætur,

þar minn griðastað ég finn.

Vinn þú mínu böli bætur,

besti vinur, Jesús minn.

Lít í náð til meina minna,

mildi Jesús liknarhár.

'O, ég lít til unda þinna,

er mín blæða harmasár.

Lát mér huggun hjá þér finna,

hörmunganna þerrðu tár.

Þú einn veist, hvað þjáðu hjarta

þrengir böls á huldri leið.

'Eg vil biðja, en ekki kvarta

undir minni þungu neyð:

Lát þins friðar ljósið bjarta

lýsa mér um reynsluskeið.

Amen, I Jesús Krists nafni.Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 9.3.2008 kl. 12:23

2 identicon

 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: j.o

Guð blessi þig.

j.o, 10.3.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband