11.3.2008 | 09:35
"Verum fullkominn.
Svo segir hinn Heilagi:
-Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina.
'Eg kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
Sannlega segi ég yður:Þar til himinn og jörð líða undir lok,
mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu,
uns allt er komið fram.
Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna:
-Þú skalt ekki morð fremja.
sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi.
En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum,
skal svara til saka fyrir dómi.
Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu
og hver sem svívirðir hann,hefur unnið til eldvítis.
Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór.
En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug,
hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
Þá var og sagt: ,,Sá sem skilur við konu sína nema fyrir hórsök,
verður til þess að hún drýgir hór.
Þér hafið heyrt, að sagt var: ,,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein.
Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð þú honum einnig hina.
Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.
Gef þeim sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
Þér hafið heyrt, að sagt var:,,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.
En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim sem, sem ofsækja yður,
svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp
yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.
Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það?
Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama?
Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum.
Gjöra heiðnir menn ekki hið sama?
Verið því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
Þú munt nú segja:,,Hver getur staðist þetta?
En Drottinn svarar:,,Fyrir mönnum eru enginn ráð til þessa,
en fyrir Guði. Guð megnar allt.
Hann sér til þess að við getum gert allt þetta.
I Jesú nafni Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Kæra Arabina.
Kærar þekkir fyrir þennan dásamlega sannleikstexta. Guð blessi þig og þína. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:04
Þarna er Jesús að útskýra fyrir okkur að auga fyrir auga er ekki lengur í gildi. Að hata bróður sinn eða systur er synd. Ég er td að vinna með allskonar fólki búddistum, satanistum, samkynhneigðum, trúlausum osfrv. Ekki hata ég neinn af þeim, ég elska þetta fólk og hef beðið fyrir því, lagt hendur yfir það og það læknast í Jesú nafni. Guð elskar alla menn eins og þeir eru í dag. Arabína þakka þér fyrir að vera til og þakka þér fyrir að elska fólk eins og Guð elskar fólk. Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 11.3.2008 kl. 16:37
amen og Guð blessi þig Arabina
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 11.3.2008 kl. 18:55
Frábær lesning
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:02
Takk öll sömul fyrir innlit og hvatningu.
Eg bið fyrir ykkur öllum i Jesú nafni.
Aida., 12.3.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.