"Anda Sannleikans.

Jesús segir:,,Trúið á Guð og trúið á mig.

'Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Sannlega, sannlega segi ég yður:

-Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri.

Og sá mun gjöra meiri verk en þau.

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra,

svo að faðirinn vegsamast í syninum.

Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.

'Eg mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður anda sannleikans.

Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau,

hann er sá sem elskar mig.

En sú sál sem mig elskar, mun elskuð verða af föður mínum.

Og ég mun birta sjálfan mig.

Svo segir Drottinn til þín er les þetta.

I Jesú nafni Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi þér góðan dag kæra Arabina. Þakka þér fyrir frábær sannleiksorð. Við erum lánsöm að eiga Jesú Krist og eiga Biblíuna sem er leiðarbókin okkar. Dýrð sé Guði. Amen.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Aida.

Takk Rósa mín. Já ég veit hvar ég væri án hans.

Drottinn blessi þig ríkulega í dag, i Jesú nafni. Amen.

Aida., 12.3.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.