"Varað við villukennendum.

Náð og miskunn og friður frá Guði föður og Kristi Jesú,Drottni vorum.

Við sem elskum Jesú, eigum að bjóða sumum mönnum að fara ekki

með annarlegar kenningar og gefa sig ekki að ævintýrum og endalausum

ættartölum, er fremur efla þrætur en trúarskilning á ráðstöfum Guðs.

Markmið þessara hvatningar er kærleikur

af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú.

Sumir eru viknir frá þessu og hafa snúið sér til hégómamáls.

Þeir vilja vera lögmálskennendur, þó að hvorki skilji þeir,

hvað þeir sjálfir segja, né hvað þeir eru að fullyrða.

Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það

réttilega og vitið að það er ekki ætlað réttlátum,

heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum,

vanheilögum og óhreinum, föðurmorðingjum og móðurmorðingjum,

manndrápurum, frillulífsmönnum, mannhórum, lygurum, meinsærismönnum,

og hvað sem það nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.

Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs,

sem mér var trúað fyrir.

Gefið gætur að hundunum, gefið gætur að hinum vondu verkamönnum,

gefið gætur að hinum sundurskornu.

Vér erum hinir umskornu, vér sem dýrkum Guð í anda hans og mikklumst af Kristi Jesú.

Þér hafið tekið á móti Kristi,Drottni Jesú.

Lifið því í honum. Verið rótfastir í honum og byggðir á honum, staðfastir í trúnni,

eins og yður hefur verið kennt, og auðugir að þakklátsemi.

Gætið þess að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu,

sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættum, en ekki frá Kristi.

Þeir hrokast upp af engu í hyggju holds síns og halda sér ekki við hann, sem er höfuðið og

styrkir allan líkamann og samantengir taugum og böndum, svo að hann þroskast

guðlegum þroska.

Kjósum ekki heiður manna,

kjósum heiður frá Guði.

Hann segir:,,Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum,

hefur sinn dómara. Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.

Þú sál sem ekki þekkir Drottinn Jesús Krist,

skalt varast þetta, til að þekkja hinn heilaga þarftu að lesa Nýa testamentið

og leyfa sjálfum Drottni að kenna þér eins og mér.

Gamla Testamentið sýnir okkur hvernig var áður en Frelsarinn kom,

Nýa Testamentið kennir okkur frelsið í honum.

I Jesú nafni Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Dýrð sé Guði. Kærar þakkir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.3.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Aida.

Takk fyrir að fylgjast með Rósa mín.

Blessi þig. I Jesú nafni. Amen

Aida., 12.3.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.3.2008 kl. 18:41

4 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Aida.

Aida., 13.3.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Mofi

Ég fjalla um villukenningu sem þú hefur gleypt við á blogginu mínu. Endilega reyndu að svara þeim spurningum sem ég kem þar með, með opnum huga, sjá: Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti

Mofi, 14.3.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband