14.3.2008 | 22:40
" 'Ast!
Guðdóms elskueðlið djúpa,
inn til þín ég mæni klökk.
'O, ég þarf að krjúpa, krjúpa,
koma til þín heitri þökk.
Ekki neitt ég átti skilið.
Innst í mér þín birta skín.
Hvernig fórstu að brúa bilið,
bilið milli þín og mín?
Ekki neitt ég átti skilið,
ekkert sem ég bað þig um,
en nú sé ég, að breiða bilið
brúað er með þjáningum.
'An þín hefði ég gæfu glatað,
Guð, sem vakir yfir mér.
'An þín hefði ég aldrei ratað,
og þó gat ég vantreyst þér.
'O, að trúa, treysta mega,
treysta þér sem vini manns,
Drottinn Guð, að elska og eiga
æðstu hugsjón kærleikans.
I Jesú nafni. Amen.
'Eg bið að Drottinn blessi alla þá er þetta lesa.
I Jesú nafni .Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Athugasemdir
TAKK
amen Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.3.2008 kl. 23:06
Amen, þetta er fallegt, hver orti þetta? Má ég nota þetta í tölvupóstsendingum til vina og kunningja? Guð blessi þig fyrir þetta í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 15.3.2008 kl. 08:06
Takk vinir.
Man eg ekki hver orti þetta.
En ´það má nota allt sem ég skrifa Aðalbjörn.
Verði þér að góðu.
Aida., 15.3.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.