"Opinber syndajátning og auðmjúk líknarbón.

'O Guð, og Drottinn allsvaldandi,

ég kem nú til þín sárt harmandi

synd mína, hver nú orðin er

of þung mikils til byrði mér.

Aldrei skal ég af því láta

auðmjúklega brot mín játa,

því sá sem lækning fús vill fá,

fyrst um sjúkdóminn kvarta má.

Um fótskör þína á allar síður

ormur syndugri varla skríður.

Er því vel maklegt að mér nú

af henni burtu spyrnir þú.

Allskonar lýtum er ég þakinn,

aumur, volaður, blindur, nakinn.

Er því réttvíst að útskyrpir

af þínum munni, Drottinn, mér.

Sjá þú, Guð, hversu sárt ég harma,

og sundurbrotnum vængi barma:

Af því að fitin föst er mín,

forsmán ég líð og sára pín.

Samviskan bítur, sárið blæðir.

Satan ákærir, lögmál hræðir.

Hjástoðin dvínar, hörmung lýr,

heimurinn fagnar, lukkan flýr.

Nú flý ég, meðan náðin stendur,

náðugi Guð, á náðir þín,

náðþyrstri sálu líkna mín.

Fyrst þú vilt ekki frá þér reka

fáráða, er sig játa seka

og ganga hreint við glæpum sín,

grátandi flý ég nú til þín.

Allskonar vill mig angrið beygja,

engum hef ég nú til að segja,

eilífi Drottinn, utan þér,

-ó brunnur líknar! Svala mér.

'O, hvað margt böl mig gjörir græta,

græt ég það tjón, er síst má bæta,

bæta, Guð, virst meinin mín,

mín önd svo prísi gæsku þín.

Eftir mikilli miskunn þinni,

miskunna, Drottinn, sálu minni,

og afmá syndir allar minnar,

eftir mikilleik náðar þinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 18.3.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband