" Iðrun.

Horfin er flest öll heimsins blíða,

hlýt ég aðkast svo margt að líða,

lít þú því, Jesú, ljúft til mín,

líknar blessuðu augum þín.

Vinir sem fyrr ég vel nam trúa,

vilja nú flestir frá mér snúa.

Fáráðan þó ei forlát mig,

fyrst ég treysti nú best á þig.

Allir, sem þunga þjáðir,

þreyttir og heims af böli hrjáðir,

'I hjá þér finna einkalið,

andahræring og sálarfrið.

Með klökkum til þín kem ég huga,

sem kvinnan sú hin bersynduga,

viljandi fætur þínar þar,

þvo með tárum iðrunar.

Sá hefur á þér miklar mætur,

sem margar skuldir þú forlætur.

Fyrst þú upp gefur mikið mér,

mikið lát þú mig unna þér.

Klæðfald þinn ég kem að strjúka,

sem kvinnan sú hin blóðfallssjúka.

Æ, lát kraft ganga út frá þér,

ó, Jesú, til að bjarga mér.

Við ástar tillit augna þinna,

iðraðist Pétur glæpa sinna.

Eins lát þú náðar ávarp þitt,

ilja og hræra hjartað mitt.

'O, Jesú, veit mér iðran slíka,

því ég vil hjartans feginn líka,

með sárt kveinandi sorgar raust,

synd mína gráta hræsnislaust.

Einnig bið ég að þú blessir þá sál er les þetta.

I Jesú nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

R .S (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Linda

Yndislegt vinaog ég segi eins og R.S Amen.

Guð gefi að þú fáir að eiga yndislega og friðsæla Páska kæra vina.

knús.

Linda, 19.3.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.3.2008 kl. 18:55

4 identicon

Amen frábært.Drottinn blessi þig kæra vinaGleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband