"Gæska Guðs.

Gæskan þín, Jesú, eilíf er,

ununar vist þú tilbjóst mér.

Drottinn, lát mig þín rækja ráð,

ráði mér æ þín blessuð náð.

Unn þú mér nafns að njóta þíns,

nákvæmast yndi hjarta míns.

Þér einum vil ég unna mest,

orð þitt læra og stunda best.

Ráfa þótt hljóti í dimmum dal,

deiga mig enginn kvíði skal.

Af því svo ríkt ég reiði mig,

raungóði bróðir, upp á þig.

Deyja nær burt ég eitt sinn á;

ó, góði Jesú, vert mér hjá.

Tak mig þá þína tjaldbúð í,

til þín mig jafnan langar því.

'Eg svo í dýrðar ríkum reit

rómi þitt lof með englasveit.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt.Drottinn blessi þig kæra vina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Drottin Jesús blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 20.3.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.