"Upp mín sál.

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,

upp mitt hjarta og rómur með.

Hugur og tunga hjálpi til.

Herrans pínu ég minnast vil.

Ljúfan Jesúm til lausnar mér,

langaði víst að deyja hér.

Mig skyldi og lysta að minnast þess

mínum drottni til þakklætis.

O', Jesús, gef þinn anda mér,

allt svo verði til dýrðar þér,

uppteiknað, sungið, sagt og téð.

Síðan þess aðrir njóti með.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Jesús blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.3.2008 kl. 09:31

2 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:41

3 identicon

Ég næ ekki heldur að kvitta í gestabókina þína (af vankunnáttu)

Gleðilega Páska og takk fyrir fallega síðu, haltu þínu striki

Guð blessi þig

Birgir Sm (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæra Arabina. Kærar þakkir fyrir þennan fallega texta. Drottinn blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Aida.

Takk fyrir innlitið.

Gleðilega páskar og Drottinn blessi ykkur öll i Jesú nafni.Amen.

Aida., 21.3.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.