"Kærleikurinn fylling lögmálsins.

Við erum dánir lögmálinu fyrir líkama Krists,

til þess að verða öðrum gefnir, honum sem var vakinn frá dauðum,

svo að vér mættum bera Guði ávöxt.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað oss frá lögmáli

syndarinnar og dauðans.

Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis

fyrir holdinu, það gjörði Guð.

Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni,

dæmdi Guð syndina í manninum.

Allir þeir , sem leiðast af anda Guðs,

þeir eru Guðs börn.

Kristur er endalok lögmálsins, svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir.

Ef þú játar með munni þínum :

Jesús er Drottinn-og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann

frá dauðum, muntu hólpinn verða.

Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til

hjálpræðis.

Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæði sínum.

Hann tók það burt með því að negla það á krossinn.

Drottinn blessa þú þá sem lesa þetta.

I Jesú nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen og takk fyrir þetta Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.3.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er með ólíkindum hve margir, jafnvel andlegir leiðtogar og kennimenn, sem enn halda því óhikað fram, að Guð hafi numið Boðorðin tíu úr gildi, og að í dag séum við frjáls undan þessu ánauðaroki, sem þeir telja Boðorðin vera.

Við slík tækifæri ber að sýna mönnum, að boði Krists, hvað sjálfur Drottinn hefur að segja um slíka. Lítum fyrist hvað segir í 4.og 5. versi annars kafla fyrra bréfs Jóhannesar :


Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.

Lítum þessu næst á 26.og 27.vers 36. kafla Esekíels :


Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setningar mína og breytið eftir þeim.

Í 13. og 14. versi tólfta kafla Prédikarans segir :


Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í því öllu: Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra. Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.

Það er hægt að líkja Boðorðunum tíu við spegil, sem sýnir manni  óhreinindin á andlitum okkar  þegar maður lítur í hann. Lög Guðs sýna manni að maður ert syndari í þörf fyrir að einhver annar komi til sögunnar, þ.e. Jesús Kristur, og hreinsi mann af öllu ranglæti. Það er ekki hægt að nota spegilinn til að þvo af manni óhreinindin. Boðorðin voru aldrei ætluð til þess að koma í staðinn fyrir Frelsarann. En einhver annar, og það er Frelsarinn, þurfti að koma okkur til hjálpar. Einhver, sem er syndlaus, sem getur haft öll boðorðin fullkomnlega í heiðri. Þannig sýnir Drottinn að boðorð Guðs eru nauðsynleg, réttlát og góð.

17.-19 vers 5. kafla Matteusarguðspjalls segir Þ


Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.

Hvað sem menn segja, og hvað sem líður mótsagnakenndum kenningum og boðskap manna, þá hlýtur alltaf að vera öruggast að fara að leiðbeiningum sjálfs Drottins Jesú Krists. Hann kom ekki til að afnema lög sín, heldur kom hann til þess að uppfylla kröfur þeirra, sem er skilyrðislaus hlýðni. Og þar sem allir eru syndarar allt frá Adam og Evu til okkar sjálfra, þá erum við sek og eigum enga möguleika á eilífu lífi nema að til komi einhver sem er saklaus og syndlaus, eins og Jesús Kristur er, og taki á sig dauðasök okkar.

Þetta gerði Kristur. Frekar en að nema úr gildi hið minnsta af boðorðum sínum, til að bjarga okkur frá dauðadómi, þá dæmdi hann okkur til dauða, en tekur síðan út dauðadóminn sjálfur á Golgata fyrir okkur syndarana. Þannig getur hann náðað alla sem vilja þiggja hjálpræði hans. Og þar sem við nú höfum meðtekið náðargjöf hans og fyrirgefningu, erum við þá frjáls til þess að brjóta gegn stjórnarskrá himinsins? Fjarri fer því, segir Páll postuli, heldur staðfestum við réttmæti dómsuppkvaðningarinnar yfir okkur og þökkum svo Jesú Kristi fyrir af öllu hjarta fyrir það, að hann ber syndabyrðina fyrir okkur. Guði sé lof fyrir náð hans og miskunn! Guði sé lof fyrir kærleika hans okkur til handa.

Hugsaðu málið vel. Sjálfur Kristur komst svo vel að orði og setti málið í hnotskurn, er hann sagði:

“Ef þér elskið mig, þá haldið boðorð mín.”

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.3.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Aida.

Amen og Hallelúja fyrir það Predikarinn.

Eg er ekki að segja það að við eigum ekki að halda boðorð hans. Öll 10.

Eg er að segja að kærleikurinn gerir ekki náunganum mein.

Berð þú kærleika krists verður þú fullkomin.

Það vildi til að einn bróðir fór að tala um það að það væri dauðasynd að eta blóðmör

vegna þess að Móse talar um það.

En i kólusubréfið talar um það að það sem inn fer fer út í safnþrónna,það er það sem út fer sem sagt tungan sem saurgar mannin.

Aida., 21.3.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Arabina. Ég er svo þakklát að Jesús afmáði skuldabréfið fyrir mig og alla þá sem vilja taka við Jesú sem frelsara sínum og vini. Shalom 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2008 kl. 01:25

5 Smámynd: Aida.

Takk Rósa og Gulli fyrir inlitið.

Eins og alltaf bið ég Drottinn að blessa ykkur og varðveita.

I Jesú nafni Amen.

Aida., 22.3.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.