"Bæn mín til þín og mín.

'O, Jesús, láttu aldrei hér

anda þinn víkja burt frá mér,

leið mig veg lífsins orða,

svo hjartað bæði og málið mitt

mikli samhuga nafnið þitt,

holds girnd og hræsni forða.

Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð,

ríkið, sem eilíft skal standa,

gefðu nýtt líf, meira ljós, þinni hjörð,

leið oss í heilögum anda.

Helga vorn vilja að vinna þér,

vitna um þig, meðan dagur er.

Tendra þú eld þinnar ástar í sál

allra, sem miskunn þín sendir,

styrk oss að flytja þitt fagnaðarmál,

fölskvalaust allt, sem þú kenndir.

'I þinni fylgd verði höndin hlý,

hugurinn bjartur og tungan ný.

Þú hefur fórnað og fyrir oss strítt,

fátækt þín auðgað oss hefur.

Andann þinn helga, sem allt gjörir nýtt,

ómælt þú sendir og gefur.

Opna þú hjörtun og auk oss trú,

eilífi frelsari, bænheyr þú. 

'I Jesú nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir mig og aðra sem þetta lesa.

Hanns friður gangi með þér inn í daga þína.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.3.2008 kl. 09:27

3 Smámynd: Aida.

Takk fyrir innlitið og fallegar kveðjur.

Drottinn blessi ykkur i Jesú nafni.Amen.

Aida., 26.3.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen Guð blessi þig Arabina

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 26.3.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband