"Bæn.

Upp hef ég augu mín,

alvaldi Guð, til þín.

Náð þinni er ljúft að lýsa,

lofa þitt nafn og prísa.

Allt er að þakka þér

það gott, sem hljótum vér

um allar aldaraðir,

eilífi ljóssins faðir.

Vér erum gleymskugjörn,

gálaus og fávís börn,

en þú, sem aldrei sefur,

á öllum gætur hefur.

'Eg veit, að aldrei dvín

ástin og mildin þín,

því fel ég mig og mína,

minn Guð, í umsjá þína.

Blessa þú alla þá er les þetta.

I Jesú nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Arabina. Drottinn blessi þig og umvefji. Kærar þakkir/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband