"Guð þinn.

'A hendur fel þú honum,

sem himna stýrir borg,

það allt, er áttu í vonum,

og allt, er veldur sorg.

Hann bylgjur getur bundið

og bugað storma her,

hann fótstig getur fundið,

sem fær sér handa þér.

Ef vel þú vilt þér líði,

þín von á Guð sé fest.

Hann styrkir þig í stríði

og stjórnar öllu best.

Að sýta sárt og kvíða

á sjálfan þig er hrís.

Nei, þú skalt biðja og bíða,

þá blessun Guðs er vís.

Drottinn blessi þig og þína.

'I Jesú nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kommentið og bænirnar :)

Guð blessi þig og umvefji

kær kveðja

Sigga Guðna

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:30

2 identicon

Ég sit hér og græt strákinn minn.En að lesa þetta huggar mig.Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Aida.

Elsku Birna.

Þá er ég þess fullviss að þetta ljóð var sett í hjarta mitt fyrir þig.

Eg bið fyrir þér Birna, að hann huggi hjarta þitt.

I Jesú nafni. Amen.

Aida., 28.3.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Aida.

Takk Sigga, fyrir fallegar kveðjur.

Aida., 28.3.2008 kl. 11:37

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen og Guð blessi þig Arabina

Takk fyrir þína síður

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.3.2008 kl. 18:35

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arabína mín, það er hreint stórkostlegt að lesa bloggið þitt. Þú berð fram fögur ljóð í djörfung sem Guð einn getur gefið. Þessi lestur nærir sálina og er Guðs blessun yfir þér fyrir vikið. Ekki hvika undan þessari köllun sem á þig er lagt og haltu ótrauð áfram í hugreki sem ég sé að þú hefur.

Megi Guð margblessa þig og þitt góða starf Arabína. Takk fyrir að vera þú.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2008 kl. 23:00

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Arabina.

Guð blessi þig og kærar þakkir fyrir þetta fallega ljóð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 08:35

8 Smámynd: Aida.

Takk Guðsteinn og Rósa fyrir indyslegar kveðjur.

Aida., 31.3.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.