"Hagur 'Islands og þjóð.

'Eg, Drottinn, hefi ekki breytt mér, og þér Jakobssynir, eruð samir við yður.

Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra.

Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar-segir Drottinn allsherjar.

En þér spyrjið:,, Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?"

'A maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig?

Þér spyrjið: ,, 'I hverju höfum vér prettað þig?"

'I tíund og fórnargjöfum. Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig,

öll þjóðin. Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu,

og reynið mig einu sinni á þennan hátt- segir Drottinn allsherjar-,

hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður

yfirgnæfanlegri blessun. Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann

spilli ekki fyrir yður gróðri jarðarinnar og víntréð á akrinum verðir yður ekki

ávaxtarlaust - segir Drottinn allsherjar.´Þá munu allar þjóðir telja yður sæla,

því að þér munuð verða dýrindisland - segir Drottinn allsherjar.

Hörð eru ummæli yðar um mig-segir Drottinn.

Og þér spyrjið: ,,Hvað höfum vér þá sagt vor í milli um þig?"

Þér segið:,,Það er til einskis að þjóna Guði, eða hvaða ávinning höfum vér

af því haft, að vér varðveittum boðorð hans og gengum í sorgarbúningi fyrir

augliti Drottins allsherjar?

Fyrir  því teljum vér nú hina hrokafullu sæla. Þeir þrifust eigi aðeins vel,

er þeir höfðu guðleysi í frammi, heldur freistuðu þeir og Guðs, og sluppu

óhengdir."

Þá mæltu þeir hver við annan, sem óttast Drottin, og Drottinn gaf gætur

að því og heyrði það, og frammi fyrir augliti hans var rituð minnisbók fyrir þá,

sem óttast Drottin og virða hans nafn.

Þeir skulu vera mín eign - segir Drottinn allsherjar - á þeim deigi sem ég hefst

handa, og ég mun vægja þeim, eins og maður syni sínum, sem þjónar honum.

Þá munuð þér aftur sjá þann mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs,

á milli þess, sem Guði þjónar, og hins, sem ekki þjónar honum.

Þetta eru orðin trú og sönn.

Þetta er skrifað í Jesú nafni fyrir 'Island og þjóð hennar.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Thank You Glitters - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Kæra Arabina.

Kærar þakkir fyrir þennan texta sem við þyrftum að lesa aftur og aftur.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

amen  Guð blessi þig Arabina

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.4.2008 kl. 18:48

3 identicon

Amen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Aida.

Takk fyrir innlitið vinir.

Drottinn blessi ykkur.

Aida., 3.4.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband