"Bænin.

Guð geymi mig og varðveiti á sálu og lífi þennan dag

og alla tíma í Jesú nafni.Amen.

Faðir vor, þú sem ert á himnum.

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,

verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð.

Og fyrirgef oss vorar skuldir,

svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin

að eilífu. Amen.

Ljóssins faðir, Drottinn minn.

Dýrð sé þér fyrir daginn, sem kemur nýr úr skapandi

hendi þinni. Dýrð sé þér, sem lofar mér að lifa.

'Eg þakka þér lífið mitt, gjöf þína, þakka þér heilsu og

krafta, vit og vilja, skyn og skilning, fæðu mína og

fóstrið allt, heimili mitt og ástvini.

'Eg þakka þér, að ég þekki þig og get þakkað þér, af því

að þú hefur gefið mér náð til þess að trúa á þig og vita,

að þú ert minn Guð, lífgjafi minn, faðir og frelsari.

Lofaður sért þú, Jesús Kristur, sem með komu þinni,

lífi á jörð, dauða á krossi og upprisu, hefur opinberað

föður kærleikans og greitt mér og öllum syndugum

 mönnum veg inn í ríki þíns.

Lofaður sért þú, heilagi andi, sem hefur vitjað mín,

og kallað mig í kirkju Krists, blessað mér boðskap hennar

og vilt leiða mig í allan sannleikann.

Lát mig, Drottinn, standa stöðugan í trúnni og vaxa í

þinni náð.

'Eg fel þér daginn, allt, sem hann krefst, og allt, sem hann

gefur. Sjá þú til þess, Drottinn minn, að ég mæti því öllu

þannig, að ég megi fagna þessum degi með tærum fögnuði og helgum friði,

þegar hann heilsar mér aftur í eilífð þinni.

Heyr bæn mína Jesú og blessa alla sem lesa þessa bæn.

'I Jesú nafni. Amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Good Morning - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Kæra Arabina. Takk fyrir mig. Guð gefi þér góðan dag. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2008 kl. 08:59

2 identicon

Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Ágæta Arabína!

Bænalaus aldrei byrjuð sé, burtför af þínu heimili.

Drottinn blessi þig !

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 8.4.2008 kl. 15:15

4 Smámynd: Aida.

Drottinn blessi ykkur öll og varðveiti.

'Eg þakka ykkur fyrir hlýjar kveðjur.

Aida., 8.4.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.