8.4.2008 | 21:07
Faðir.
Guð, himneski faðir.
'Eg þakka þér, að þú hefur leitt mig og stutt á þessum degi.
'Ohult og heil gat ég gengið að starfi. Það var þín náðargjöf.
Verndin þín hefur verið mér trú. Lof og þökk sé þér.
Þú þekkir allt sem miður fór hjá mér.
Þú veist, að ég hef ekki haft hreinar hvatir, ekki verið
þér trú í hjarta mínu, ekki leitað ríkis þíns fyrst af öllu,
ekki elskað mennina heilum huga.
'Eg er ekki þitt barn vegna þess hver ég er.
En sakir þess, hvernig þú ert, má ég treysta því,
að ég er þitt barn. Þú elskaðir mig af fyrrabragði.
Þú gafst son þinn í dauðann fyrir mig.
Þú tókst mig að þér í heilagri skírn.
'I trausti til trúfesti þinnar bið ég þig:
Miskunna mér, fyrirgef allt sem ég brotið í dag.
Lauga mig hreina og lát mig sofna í föðurörmum þínum.
Lát anda þinn vaka í sálu minni í nótt og veita mér krafta til
nýs lífs.
'Eg bið þig að blessa alla menn, ástvina mína og ættmenn,
þjóð mína og fósturjörð. Hjálpa þeim sem stýra málum stétta
og þjóða og veit þeim vitsmuni, réttsýni og góðvild, svo að friður
verði og farsæld. Styrk alla góða viðleitni og vilja.
Blessa kirkju þína. Styrk þá sem boða orð þitt með þjóðum, sem
ekki þekkja þig. Varðveit oss frá vantrú og villu, andvaraleysi og
skinhelgi. Miskunna öllum, sem líða þrautir og eiga í andstreymi.
Hjálpa þeim, sem eru í myrkri vantrúar, efasemda og annarra illra áhrifa.
Heyr hvert andvarp, líkna hverju hjarta, lýstu hverri sál.
Ver þú hjá mér í vöku og svefni og varðveit mig að eilífu í
þinum friði, og einnig alla þá sem lesa þessa bæn.
'I Jesú nafni.Amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
hreint frábært á að vera bæn okkar allra
Sigríður Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 21:30
Blessuð og sæl Sigríður.
Þetta er bæn okkar allra.
Aida., 8.4.2008 kl. 21:48
Sæl Arabina. Yndisleg bæn. Við erum lánsöm að Guð skyldi gefa son sinn í dauðann fyrir okkur svo að við gætum losnað úr viðjum synda okkar. Guð blessi þig. Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:56
Takk Rósa mín.
Svo sannarlega erum við blessuð.
Guð blessi ykkur.
Aida., 9.4.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.