11.4.2008 | 10:00
Bænin.
Guð geymi oss og varðveiti á sálu og lífi þennan dag og alla tíma.
'I Jesú nafni.Amen.
'Eg þakka fyrir nýan dag og náð Abba faðir.
Heilagi Guð, himneski faðir.
'Eg vegsama þig á þessum degi ásamt öllum þeim,
sem þekkja þig og minnast dýrðar þinnar.
'Eg þakka þér að hús þitt er okkur opið, að orð þitt er boðað,
að þú kallar börn þín saman til þess að styrkjast í trú og von og
kærleika, að við megum nærast og endurnýjast í þér.
'Eg þakka þér að við megum nálgast þig í helgidómi þínum,
þótt vér séum duft eitt og syndug.
'Eg bið þig að blessa okkur, tala til okkar í orði þínu,
gef okkur auðmjúkan anda, hljóðlát og hlýðin hjörtu.
Tala þú til okkar, sem við þurfum að heyra, gjör oss kunnan vilja þinn
og lát oss lúta honum, birtu oss náð þína og lát oss þiggja hana.
'Eg bið þig að þú leiðir þá, sem þjóna orði þínu.
Lát þú anda þinn styrkja þá og stjórna þeim.
Lát varir okkar vegsamma þig.
Blessa alla þá er leita þín.
Laða alla menn að lindum þínum.
Fyll oss ljósi þínu, blessa bænir okkar, lofsöngva og boðun.
Lát hjálp þína birtast svo, að nafn þitt verði vegsamað.
Heilagi, helga oss þennan dag og lát alla daga okkar bera þess mót,
að við erum helguð þér.
'I Jesú nafni.
Amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Amen
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:06
AmenYndislegt eins og þér er vant.
knús
Linda, 11.4.2008 kl. 17:06
amen og Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 11.4.2008 kl. 22:10
Sæl Arabina. Kærar þakkir fyrir dásamlegan texta.
Guð blessi þig og þína.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.