13.4.2008 | 13:59
Orð Guðs.
'Eg ferðast um dauðans dapurleg lönd,
og dimmt er á brautum þeim,
en Guð, faðir minn, lét sitt ljós mér í hönd
að lýsa mér veginn heim.
Mikla ljós, milda ljós,
leiðarljós hér á jarðlífsstig,
þú lýsir mér heim, þér sé lof og hrós,
þín leiðsögn ei svíkur mig.
En ljósið, það er Guðs eilífa orð,
sá árgeisli Drottni frá.
Þó að blási á það haturs sterkviðri á storð,
þeir stormar ei slökkt það fá.
Um aldir það kristnum lýst hefur leið,
það leiðsögn fær besta veitt.
Og í skíni þess verður gata mín greið,
mér gjört fær ei óvin neitt.
Nú áfram ég geng í gleði og sorg,
því Guðs orð minn lýsir veg
heim í Guðs föður dýrðar blessuðu borg.
,,Þig, Biblía, elska ég."
'Eg elska þig Jesús.
'I Jesús nafni . Amen,amen.
Magnús Guðmunds.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:55
amen Guð blessi þig Arabina
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 13.4.2008 kl. 17:59
Guð blessi þig innilega fyrir þín frábæru blogg og megi þau verða fullt af fólki vegarvísir til okkar frábæra Guðs!!
Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:26
Sigríður Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 20:17
Sæl Arabina.
Kærar þakkir fyrir mjög fallegan og gagnlegan texta. Takk fyrir tölvubréfin. Guð blessi þig. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.