29.4.2008 | 13:35
Orð Drottins til þín og mín.
Hrópaði Jesús hátt í stað, holdsmegn og kraftur dvínar:
'Eg fel minn anda, frelsarinn kvað, faðir, í hendur þínar.
Þú, Kristinn maður, þenk upp á þíns herra beiskan dauða,
að orðum hans líka einnig gá, eru þau lækning nauða.
Jesús haldinn í hæstri kvöl, hlaðinn með eymdir allar,
dapurt þá að kom dauðans böl, drottin sinn föður kallar.
Herrann vill kenna þar með þér, þín ef mannraunir freista,
góðlyndur faðir guð þinn er, gjörir þú honum að treysta.
Fyrir Jesúm þú fullvel mátt föður þinn drottin kalla,
en þótt þig krossinn þvingi þrátt, það mýkir hörmung alla.
Eins og faðirinn aumkar sig yfir sitt barnið sjúka,
svo vill guð einnig annast þig og að þér í miskunn hjúkra.
Einnig sýna þér orð hans klár ódauðleik sálarinnar.
Þó kroppurinn verður kaldur og nár, kreinkist ei lífið hennar.
Hvar hún finnur sinn hvíldarstað, herrann sýnir þér líka.
Hönd guðs þíns föður heitir það, hugsa um ræðu slíka.
Viljir þú eftir endað líf eigi þín sál þar heima, undir hönd drottins hér þá blíf,
hans boðorð skaltu geyma.
Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu haltu þá bestu:
Blessuð hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu.
'I Jesú nafni Amen,amen.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóð | Facebook
Athugasemdir
Hæ vina, yndislegt, er þetta Hallgrímur Pétursson, mér finnst þetta eins og hann hafi skrifað þetta.
knús
Linda, 29.4.2008 kl. 20:53
Já Linda, þetta er hann.
Hans skrif snerta mig mikið, mér finnst hann sýna svo hve heilagur maður er rétt eins og þú og ég.
Aida., 29.4.2008 kl. 21:21
Yndislegt.Ég saknaði þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:17
Takk Birna.Sömuleiðis.
Aida., 30.4.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.