22.12.2008 | 00:16
"Sönn og rétt Guðsdýrkun."
-því brýni eg yður, að þið vegna miskunnar Guðs bjóði fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri,
Guði þóknanlegi fórn.
Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi.
Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýu hugafari
og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs,hið góða, fagra og fullkomna.
Fyrir þá náð sem mér er gefin segi ég okkur öllum: Engin hugsi hærra um sjálfan sig
en hugsa ber heldur i réttu hófi, og hver og einn haldi sér við þann mæli trúar sem Guð hefur úthlutað honum.
Við höfum á einum líkama marga limi en limirnir hafa ekki allir sama starfa.
Eins erum við, þótt mörg séum, einn líkami í Kristi en hvert um sig annars limir.
Við eigum margvíslegar náðargáfur samkvæmt þeirri náð sem Guð hefur gefið.
Sé það spádómsgáfa þá notum hana i samræmi við trúna, sé það þjónustu starf skal gegna því, sé það kennsla skal sinna henni, sá sem hvetja skal gera það, sá sem gefur sé örlátur.
Sá sem veitir forstöðu sé kostgæfinn og sá sem vinnur miskunnarverk geri það með gleði.
Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða.
Verið ástúðleg hvert við annanð i bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru
virðingu.
Verið ekki hálfvolg i áhuganum, verið brennandi í andanum, þjónið Drottni.
Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni, takið þátt í þörfum heilagra.
Leggið stund á gestrisni. Blessið þá er ofsækja ykkur.
Blessið en bölvið ekki.
Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.
Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna.
Treystið ekki eigin hyggindum. Gjaldið engum illt fyrir illt.
Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna.
Hafið frið við alla menn að því leiti sem það er unnt og á ykkar valdi..
Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er,,
Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn.
En ef óvin þinn hungrar þá gef honum að eta, ef hann þyrstir þá gef honum að drekka.
Með því að gjöra þetta safnar þú glóðum elds á höfum honum.
Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Ljóð | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Yndislegt Guðsorð fyrir svefninn.
Kærar þakkir.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:35
Takk fyrir þessi góðu orð Amen. Guð/Jesús blessi þig
Gleðileg jól
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.12.2008 kl. 02:40
Takk fyrir lesninguna. Meigi Guð gefa þér og þínum Gleðileg jól og farsældar á nýju ári kæra vin. Guð blessi þig. Jólakveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 22.12.2008 kl. 10:41
Amen.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.