16.1.2009 | 23:48
Fyrir hverjum biðjum við friðar er við segjum" friður sé yfir Israel."
Hver er andlega merking yfir 'Israel?
Hver eða hvað er 'Israel sem við biðjum friðar yfir og með.
'Eg sem er palestínsk og lika 'Íslensk er Ísrael, þú sem elskar Jesús Krist,
þú ert 'Israel.
Ein þjóð, er eitt land.
Drottinn lofar okkur nýtt 'Israel, og það 'Israel er þjóðin og lýður hans.
'Eg er lýður hans og þú sem elskar hann, af hjarta, huga og sál og allri þinni eigin mætti, þú ert lýður hans og þjóð hans.
Þú ert Ísrael.
'Eg er Ísrael.
Við erum saman Ísrael.
Þegar ég bið fyrir þér og öllum þeim sem tilheyra honum þá segi ég friður sé yfir 'Israel, friður sé með 'Israel, í Jesú nafni.Amen.
Þeir sem ekki eru með honum eru á móti honum.
'Israel hefur ekkert að gera með Gyðinga, svo að segja andleg merking enda vilja þeir ekki vera hans lýður. Ekkert með hann hafa. Afneita honum. Krossfestu hann.
Til eru Gyðingar sem hann á, það eru þeir sem er eins og ég, sem elska hann og tilbiðja.
Fyrir þeim bið ég lika, friður sé yfir Ísrael.
Drottinn minn styður ekkert stríð, eða neitt sem hægt er að gera öðrum illt.
Enda segir hann berlega að lýður hans eigi að biðja fyrir óvini sínum og ekki lastmæla eða meiða á einn eða annan hátt.
Hann vill að allir komist í raun um sannleikan, að allir menn frelsist frá klóm hins illa, fái að lifa i kærleika og frið.
Fái að lifa með honum.
'Eg bið Drottinn að blessa þig sem les þetta með mér, í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Ljóð, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Amen.og Guð/Jesús blessi þig trúsystir
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 17.1.2009 kl. 00:11
Ég veit ekkert hverju skal trúa ohef ég margar ástæður.
Ferlega misheppnaður þessi Guð, allt í rugli í sköpunarverki Hans, og sonur hans tekin af lífi af hans eigin fólki. Hvað er að?
Og svo er fólk sem enn eru að rífast um þessi eldgomlu mál. Rembast við að skjóta "sannleikanum, hinum eina rétta" inn í höfuðið á fólki. Ég er Búddisti í agnablikinu...
Óskar Arnórsson, 17.1.2009 kl. 04:16
Sæl Aida Guð elskar alla, múslima, gyðinga búddista alla menn. En það er höfðingi þessa heims sem kemur aðeins til að stela (friðnum) eyða og slátra. Gegn honum stöndum við. Við elskum alla menn óháð hvar þeir búa eða hverjir þeir eru. Ég veit að þú elskar Jesú Krist, höldum áfram að biðja fyrir friði. Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 17.1.2009 kl. 13:42
Sæl Aida! Þú ert hanski undrandi á kommentinu " er búddisti í augnablikinu" of það er alveg satt!
Ég fékk 10 í skólanum í kristinfræði, fékk 10 í fermingar einkunnunni. Enn presturinn var ógeðslegur perri. Ég varð þó ekki fyrir barðinu á honum enda vanur að verja mig.
Samt ur'u margir fórnardúr þessa prests, og ég varð besti vinur sonar hans sem hafði sömu reynslu.
Hver hefur áhuga á að láta fullorðinn presta nauðga sér 12 ára gömlum? Það situr lengi í manni og er ekkert góð auglýsing fyrir kristni. Þess vegna ætla ég bara að halda áfram að vera búddisti, þangað til ég hitti nógu mikið af fólki sem sýnir kristni í verki.
Blaðrar ekki bara! <( Ég á ekki við þig, ég veit að þú ert ekta, eins og Vonin, Rósa og ýmislegt annað fallegt fólk ;)
Annars var ég að koma inn úr dyrunum með fallega Copru snák 1, 5 m, sem við erum að undirbúa að steikja. Þetta eru æðilega spennandi veiðar. Eg veit alveg að þetta passar ekkert færslunni.
Ég passa ekkert færslunni heldur. Enn á einhvern undarlegan máta les ég það sem þú skrifar. Það er fallegt og ég supplifi það frekar enn að ég skilji það sem þú skrifar sem er ekkert í fyrsta skipti fyirir mig.
Ef þú átt englamyndir, þá safna ég þeim. Sendu þær á maili ef þú hefur tíma..
Óskar Arnórsson, 17.1.2009 kl. 16:25
Sælir vinir og takk fyrir innlitið.
Já Alli minn, við eigum að biðja og elska alla menn.
Enda þegar Jesú talar um að elska hið góða og hata hið illa, þá meinar hann ekki fólk heldur gjörðir fólks.
'Oskar hef alltaf jafn gaman af þér, og ef þú finnur innri frið með Budda þá gott mál.
Annars biður samkoman okkar alltaf, það kemur, ég veit það.
Svo er það nú þannig að oft birtist hið illa i ljósengilsmynd ef þú mannst. Sem betur fer er ekki prestur Jesú, þvi hann er engin perri og er ég þess fullviss að hið illa hafi misnotað nafn Budda einhverntiman og gerir. Svona er hann falskur, hann skrattinn. Ullibjakk.
'Eg bið Drottinn að blessa ykkur alla og varðveita. Eg bið lika fyrir öllum hinum systkinnum okkar með þvi að segja friður sé með israel, i Jesú nafni.Amen,amen.
Eg skal athuga með englamyndir fyrir þig Óskar, hef alltaf verið meira fyrir fuglamyndir eins og þú kanski séð.
Aida., 17.1.2009 kl. 21:00
..fuglar eru með vængi líka ;)
Óskar Arnórsson, 19.1.2009 kl. 05:55
biblían er áróðursrit gyðinga.. sem á stundum kemur einnig í bakið á þeim sjálfum
DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.