19.1.2009 | 23:27
Af ávöxtum þeirra skulið þið þekkja þá.
Við stöndum stöðug í trúnni, grundvölluð fyrir og víkjum ekki frá von fagnaðar-
erindisins, við segjum öllum frá, það sem við höfum heyrt og lesið og séð.
Við erum þess þjónar og við flytjum Guðs orð óskorað.
Hann boðum við, og áminnum sérhvern mann og fræðum með speki,
svo við getum leitt hvern mann fram fullkominn í Kristi, við gerum það með þeim mætti,
sem kröftulega verkar i okkur.
Við erum rótföst í honum og auðug að þakklátsemi.
Við íklæðumst eins og Guðs útvaldir, heilög og elskaðir, hjartans meðaumkun,
góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.
Við umberum hvern annan og fyrirgefum hvor öðrum, ef einhver hefur sök á hendur
öðrum.
Eins og Drottinn hefur fyrirgefið okkur, svo eigum við líka að gera.
En yfir allt þetta íklæðumst við elskunni, sem er band algjörleikans.
Við biðjum frið Krists að ríkja í hjörtum okkar, þvi við erum til friðar kölluð.
Mál okkar sé ætíð ljúflegt, en salti kryddað.
Við fræðum og áminnum hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum
og syngjum Guði sætlega lof i hjörtu okkar og hvað sem við gerum í orði eða verki,
gerum við það allt í nafni Drottins Jesú og þökkum Guði fyrir hann.
Okkur verðum stundum á, en hann sem býr í hjörtum okkar varðveitir okkur frá og
snýr okkur aftur á hinn eina sanna veg.
Hans veg.
Þú sem lest þetta með mér bið ég Drottinn minn og Guð minn að blessa og varðveita,
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Ljóð | Facebook
Athugasemdir
Amen Guð/Jesús blessi þig trúsystir
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.1.2009 kl. 23:56
Amen ,Guð blessi þig min kæra
Kristín Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.