31.1.2009 | 12:58
Blessanir.
Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns,
svo að þú varðveitir og heldur skipanir hans, þær er hann leggur fyrir þig í dag,
þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu, og þá munu fram við þig koma
og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns:
Blessaður ertu í borginni og blessaður ertu á akrinum.
Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns,
viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.
Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt.
Blessaður ert þú , þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.
Drottinn mun láta óvini þína bíða ósigur fyrir þér, þá er upp rísa í móti þér.
Um einn veg munu þeir fara í móti þér, en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.
Drottinn láti blessun fylgja þér í forðabúrum þínum, og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur,
og hann blessi þig í landinu, sem Drottinn guð gefur þér.
Drottinn gerir þig að lýð sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefur svarið þér, ef þú
varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.
Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að þú hefur nefndur verið eftir nafni Drottins,
og þær munu óttast þig.
Drottinn mun veita þér gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar þíns og í
ávexti lands þíns í landi því, sem Drottinn sór feðrum þínum að gefa þér.
Drottinn mun uppljúka fyrir þér forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi
þínu regn á réttum tíma og blessa öll verk handa þinna, og þú munt fé lána mörgum
þjóðum, en sjálfur ekki þurfa að taka fé að láni.
Drottinn mun gera þig að höfði og ekki að hala, og þú skalt stöðugt stíga uppá við, en
aldrei færast niður á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er hann leggur
fyrir þig í dag, til þess að þú varðveitir þær og breytir eftir þeim, og ef þú víkur ekki frá
neinum boðorða þeirra, er hann leggur fyrir þig í dag, hvorki til hægri né til vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
Ritað er í Jesú nafni.Amen
Drottinn minn, ég bið um blessun þína fyrir alla þá er lesa þetta með mér.
Að við mættum heyra í hjörtu okkar þín boð, að við mættum varðveita þær og elska.
Ég bið að þú ritar á hjörtu okkar öll þín boð.
Í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
HallelújaAmen. Drottinn Guð blessi þig SystirFyrir þessi góðu orð
Kveðja Gulli Dóri.
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 31.1.2009 kl. 13:16
Amen, be blessed not stressed
Aðalbjörn Leifsson, 31.1.2009 kl. 16:39
Sæl og blessuð
Drottinn blessi þig frá Zíon
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.