Hver fær þann heiður að öðlast Heilagan anda og mátt Guðs?

Hvernig öðlumst við andann,heilagan anda? 

Öðluðumst við andann fyrir lögmálsverk? Eða fyrir boðun trúar?

Sá sem gefur okkur andann og framkvæmir máttarverk meðal okkar, gerir hann það fyrir

lögmálsverk? eða fyrir boðun trúar?

Svo var  um Abraham, hann trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað.

Þá sjáum við, að þeir sem eru trúar megin, þeir eru einmitt börn Abrahams.

En vegna þess að ritningin sá það fyrir, að Guð myndi réttlæta heiðingjana fyrir trú,

boðaði hún Abraham fyrirfram þann fagnaðarboðskap:

Af þér skulu allar þjóðir blessun hljóta.

Þannig hljóta þeir, sem eru trúar megin, blessun ásamt hinum trúaða Abraham.

Því að allir þeir, sem eru lögmálsverka megin, eru undir bölvun, því að ritað er:

Bölvaður er sá , sem ekki heldur fast við allt það, sem í lögmálsbókinni er ritað, svo að hann

breyti eftir því.

En það er augljóst, að fyrir Guði réttlætist enginn fyrir lögmál, því að hinn réttláti mun lifa

fyrir trú.

Kristur keypti okkur undan bölvun lögmálsins, með því að verða bölvun fyrir okkur,

því að ritað er:Bölvaður er hver sá , sem á tré hangir, til þess að heiðingjanum hlotnaðist blessun Abrahams fyrir samfélag við Krist Jesúm, að við öðluðumst fyrir trúna fyrirheitið

um andann.

Þannig vil ég benda á að Þeir minnimáttar í þjóðfélagi okkar sem finnst Kristinn trú boða

lögmál, þá er það ekki þannig, þó veit ég að margir predika einmitt boð og bönn i Jesú nafni.

Jafnvel réttláta stríð eða fara í manngreinarálit, og dómarastalla.

En það boðar ekki fagnaðarerindi Guðs um frelsi.

Guð dó fyrir mínar syndir, og það verður ekki rofið.

Eg á pláss fyrir hann, sem fyrir mig var hæddur, formæltur,sleginn,hrækt á, hýddur og hvað annað ógeðfellt,andstyggilegt.

Hvernig get ég ekki elskað hann, sem tók mig, sem hef brotið gegn öll boðorð hans, aftur og aftur, svo oft að ég gæti ekki talið, og í raun fordæmd til helvítis.

Það eina sem það kostar mig, er að trúa á hann og fyrirgefningu hans, að sama hvað ég gert, sagt, eða verið þá á ég  samt guðsríki því hann hefur  neglt það fast, hann gerði það með sínu lífi..

Hann vill að ég lesi svo ég geti öðlast þekkingu á hann og lika fyrirheiti hans til mín.

Að ég gefi honum gaum . Svo ég geti lært að þekkja röddu hans, er hann talar við mig.

'A hverjum degi eftir að hafa þekkt hann i 11 ævintýraleg ár, bið ég hann oft á dag fyrirgefningar fyrir syndir mínar, og þá meina ég fyrir þær nýjust, nýjustu.

Ég lifi í náð hans, það er ástæða að hann veitir okkur náð, því hver fengi staðist.

Svo ég vil að homminn, lesbían, þjófurinn, lygarinn, dópistinn eða hvað annað sem brýtur á móti  lögmálinu viti það að Jesús Kristur elskar þig, og bíður þín, og vill frelsa þig undan lögmálinu.

Þú munt öðlast frelsi í sálu þína og hjarta.

Þú munt læra að elska þig sjálfan og jafnvel kynnast hinn óhagganlega kærleika sem allir þrá, en fáir fá.

Allt sem gerir þig að syndara, sýknar hann og á efsta degi munt þú skína með honum hvítari en mjöll, hreinn og lýtalaus.

Bara fyrir það að trúa á hann og gefa honum gaum.

Þannig færð þú andann, þannig býr heilagur andi í mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. og Guð/Jesús blessi þig systir

kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.2.2009 kl. 23:48

2 identicon

Amen.Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:58

3 identicon

Sælir eru hjartahreinir,

R . S (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 04:35

4 identicon

Gyðingar verða pyntaðir... ég líka...
Guð dó ekki... hann rotaðist í besta falli... hann fórnaði sjálfum sér til sjálfs sín til þess að bjarga okkur undan honum sjálfum... hann fór heim til sín... hver er eiginlega þessi meinta fórn???
I can't see it

DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Aida.

Takk fyrir innlitið og fallegar kveðjur Gulli.

Ég bið fyrir þér DoctorE, ég bið í Jesú nafni.Amen

Aida., 6.2.2009 kl. 18:57

6 Smámynd: Aida.

Alltaf gaman að sjá þig Birna og lika þig Pabbi minn.

Aida., 6.2.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband