Predikun Krist fyrir Gyðingum.

Talaði Jesús tíma þann til við óvini sína,

sem komnir voru að höndla hann. Heyrum þá kenning fína.

,,Sem til illvirkja eruð þér útgengnir mig að fanga.

'Aður gat enginn meinað mér í musterinu að ganga.

Daglega hef ég sýnt og sagt sannleikans kenning mæta.

Enginn gat á mér hendur lagt, ættuð nú þess að gæta.

Yfir stendur nú yðar tíð, uppfyllt svo ritning verði.

Myrkranna geisar maktin stríð. Mæla svo Jesús gerði.

Ljúflyndi blessað lausnarans líttu hér sál mín kæra.

Sá vill ég dauða syndugs manns. Svoddan máttu nú læra.

Jesús þeim sýndi í sannri raun sálarheill, náð og frelsi.

Guðs syni Júðar guldu í laun grimmd, hatur og fangelsi.

Furða það, sál mín, engin er, ei skalt því dæmi týna,

Þótt veröld launi vondu þér velgjörð mjög litla þína.

Gyðinga dæmi skynja skalt, skil þig við ódyggð slíka.

Þakklæti fyrir góðgjörð gjalt Guði og mönnum lika.

'Eg læt mér þessu jafnframt sagt, Jesús, af orðum þínum:

Enginn gat á þig hendur lagt af eigin vilja sínum.

Þann takmarkaða tímans punkt tilsetti faðirinn mildi,

nær það ánauðarokið þungt yfir þig ganga skyldi.

Eins upphaf líka og ending með allrar hörmungar minnar,

faðir himneski, er fyrir séð í forsjón miskunnar þinnar.

Þessi nú tíminn yðar er, óvinum Jesús sagði.

Herrans ég þetta máltak mér í minni og hjarta lagði.

Nú stendur yfir mín náðartíð. Nauðsýn er þess ég gæti.

Líður mig Drottins biðlund blíð brot mín svo kvittast mætti.

Ef ég þá tíð, sem Guð mér gaf, gálaus forsóma næði,

Drottins tími þá tekur af tvímælin öll í bræði.

Því lengur sem hans biðlund blíð beðið forgefins hefur,

þess harðari mun heiftin stríð, hefndar þá Drottinn krefur.

Guðs vegna að þér gá, mín sál, glæpum ei lengur safna.

Gjörðum iðran, því meir en mál mun vera synd að hafna.

'I dag við skulum skipta um skjótt, skal synd á flótta rekin.

Hver veit, nema sé nú í nótt náðin í burtu tekin?

Talar Jesús um myrkra makt. Merkir það, valdstjórnendur.

Yður skal nú í eyra sagt: Umdæmið heims tæpt stendur.

Ljósið myrkrin burt leiðir frí með ljóma birtu sinnar.

Varast að skýla skálkinn því í skugga maktar þinnar.

Minnstu, að myrkra maktin þver, þá myrkur dauðans skalt kanna.

'I hýstu myrkrum og enginn sér aðgreining höfðingjanna.

Myrkri léttari er maktin þín.  Minnst þess fyrir þinn dauða.

Þá Drottins hátignar dýrðin skín, hann dæmir eins ríka og snauða.

Fyrst makt heims er við myrkur mín sál, hallt þér í stilli,

varastu þig að reiða ríkt á ríkimannanna hylli.

Drottinn Jesú, þú lífsins ljós, lýstu valdstjórnarmönnum,

svo þeir, sem ráða yfir oss, eflist að dyggðum sönnum.

Jesús, þinn kalda kvalastund kvalatíð af mér svipti.

Guðs barna gafst mér gleði fund. Góð voru þau umskipti.

Myrkranna þrengdi maktin þér, mig svo leystir úr vanda.

Kvalanna ystu myrkur mér mega því aldrei granda.

'I Jesú nafni. Amen,amen,amen.                                                          Hallgrímur Pétursson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen  guð blessi þig trúsystir

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 6.2.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Biðjum Jerúsalem friðar

Biðjum Palestínu friðar.

Vertu Guði falin.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Aida.

Gulli og Rósa, takk fyrir inlitið og ég segi bara Amen.

Það gleður mig Rósa,  bænin þín.

Margir hinir Kristnu telja Palestinu þjóðina vera Djöful í mannsmynd, vei vei.

Við biðjum fyrir öllum til friðar, náðar og miskunn fyrir alla menn.

I Jesú nafni. Amen.

Aida., 7.2.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ekki sjálfa þjóðina en Hamasmenn eru hryðjuverkamenn.

Er á leið í jarðaför mákonu hans pabba. Maðurinn hennar og pabbi voru tvíburar og þau áttu 8 börn.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 13:00

5 Smámynd: Aida.

Sæl aftur Rósa.

Hamasmenn eru ekkert frekar hryðjuverkamenn en stjórnvöld Ísraels.

Að drepa og limlesta almenna borgara, konur og börn, að loka fólk inni eins og rottur, það eru sannir hryðjuverkamenn.

Og ekki fá þeir blesun Guðs til þess, Rósa mín.

Aida., 7.2.2009 kl. 14:31

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ég var bara að svar þér því sem þú skrifaðir um Palestínumenn: "

"Margir hinir Kristnu telja Palestínu þjóðina vera Djöful í mannsmynd, vei vei."

Þá svaraði ég: "Ekki sjálfa þjóðina en Hamasmenn eru hryðjuverkamenn"

Ég hef ekki heyrt neinn dæma almenna borgara í Palestínu sem engu ráða um gang mála.

Ég skrifaði ekkert um Ísrael í þessu innleggi.

Ég ver engan sem fremur morð og það var ég búin að skrifað hjá þér áður.

Við vitum báðar að eitt af boðorðunum tíu er að þú skalt ekki fremja morð. Það á við alla.

Góða helgi og Guðs blessun.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 17:15

7 Smámynd: Aida.

Rósa mín.

Ég sagði aldrei að þú hefðir sagt neitt um Palestinuþjóðinna.

Ég var heldur ekkert að setja út á þig né ráðast á þig.

Ég bið fyrir þér, ég bið friðar til þin og alla þína.

Það eina sem ég sagði var að Ísraelsstjórn er ekkert minna hryðjuverkamenn en Hamas, ef við eigum að kalla einhverja hryðjuverkamenn.

Áttu góða helgi lika.

Vertu Guði falin.

Aida., 7.2.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Linda

Hamas, ERU hriðjuverkasamtök, sem nota sitt eigið fólk og myrða, ég nota orðið "eigið" fólk lauslega, því langflestir innan Hamas eru ekki frá SVÆÐINU palestinu. Heldur Íranar, Sýrlendingar o.s.f.v. 

Arabarnir sem búa á Gaza eru í  fangelsi öfgamanna, og er notaðir í áróðursskini fyrir heimspressuna, á meðan stela djöflarnir í Hamas matarbyrðum og lyfjum frá SÞ, því sem er ætlað til þess að fólki fái og svelti ekki, Landamæri Egyptalands eru lokuð Aröbum frá Palestínu og það sama á við Jórdan.  Merkilegt nok en Arabar með Ísraelskan ríkisborgara rétt geta ferðast á milli.  Eitthvað til að hugsa um.  Fólkið er langflest saklaust og eins og Rósa segir þá biðjum við þeim friðar,og mundu eitt,  rétt eins og langflestir Ísraels menn  Gyðingar og Arabar og önnur þjóðarbrot hafa ekki gerst sek um neitt annað en að búa í RÍKINU ÍSRAEL þá er ekki hægt að dæma alla Araba á Gaza seka sem hryðjuverkamenn, heldur er hægt að dæma Hamas sem slíka og fólkið sem kaus þá, tja bara sorglegt.  (Svona eins og það er sorglegt að  Íslendingar kjósa yfir sig Sjálfstæðisflokkinn aftur og aftur, heimskur er eins og heimskur gerir)

Svona í lokin, þá stal Arafat milljörðum frá fólkinu í Palestínu, MILLJÖRÐUM sem hjálparstofnanir og ríki heims höfðu sent, þetta hefur Hamas gert líka.  Þeir eru djöflar og ekkert annað. 

bk.

Linda.

Linda, 11.2.2009 kl. 15:41

9 Smámynd: Linda

Og svo í lokin, hefur þú orðið mikið var við það að Vinir Palestínu mótmæli aðgerðum Hamas gegn eigin fólki, eins og t.d. að taka matargjafir, lyfjagjafir frá fólkinu.  Myrða og handtaka þá sem eru í andstöðu við þá á Gaza.,,Ég er mjög hissa að svona réttlát persóna eins og þú virðist vera, skulir koma með það sem þú hefur skrifað, enda hefur þú fjarlægt eina færslu sem var , tja skulum segja skammarlegt, og full af hatri.  Ég sé líka að þú hefur fjarlægt mig sem vin, það er hið besta mál, ég kæri mig ekki um að vera vinur þeirra sem hafa blótað Ísrael, og gleymt því að Jesú kom, sem Gyðingur, lausnari Gyðinga og dó sem Gyðingur og er og verður frelsari Gyðinga.  Þeir eru rótin sem við eru grædd á, bara svo þú gleymir því ekki. Lestu Róm 11.  Vel og vandlega.

Þessar athugasemdir hafa verið afritaðar.

bk.

Vertu Guði falin.

Linda.

Linda, 11.2.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Aida.

Linda mín.

Ég tók þig burt vegna þess aðég  get ekki einu sinni lesið síðuna þína þvi hún er læst. Svo ég gatbara lesið fyrirsögn þina og það getur verið villandi og særandi.

Eg vil taka það fram að ég er sjálf palestinuarabi og Drottinn elskar mig mikið.

Þótt að ég sé fylgjandi Drottni, þá er ég mannleg og get gert mistök rétt eins og þú.

Svo er ég ekkert með hatur gagnvart gyðingum eins og þú segir, mér hreinlega ofbauð stríðið og Ísraels stjórn fyrir að drepa saklaus börn, konur og menn, þú ættir að vita að Guð sjálfur fordæmir slíkt.

Eg hef ekkert ritað um Hamas eða gyðingaþjóð heldur Stjórnina sem þar rikir, þér er velkomið að hafa þina skoðanir um araba, en þú verður að vita að við eigum ekki að tala illa um araba hvort sem þeir eru múslimar eða annað.

Rétt eins og við eigum ekki að tala illa um neina aðra þjóð.

Ég bið Guð að blessa þig.

Ég bið lika fyrir gefningu ef ég sært þig, var aldrei min áætlun.

Aida., 14.2.2009 kl. 14:07

11 Smámynd: Linda

Sæl Aida, þú hefur mig ekki sært, síðan mín er lokuð, það er hægt að sækja aðgang að henni.  Ég hef skrifað um viðkvæm mál eins og t.d. ofbeldi öfga Íslam gegn Kristnum í Mið-austurlöndum fjær.  Ég hef aldrei talað illa um Araba, svo ég viti til, ég hef hinsvegar verið ófeimin við að tala gegn öfga Íslam og hryðjuverka samtökum eins og Hamas, sem eru ekki Arabar, heldur langflestir úr öðrum þjóðarbrotum mið-austurlanda.  Ég tel að Ísrael hafi á fullan rétt á því að verja sig gegn þeirri ógn sem steðjar af Hamas,  5000 flugskeyti (sprengjur) hafa verið sendar á einu ári yfir á Ísrael, þessu hefur verið smyglað frá Íran svo dæmi sé tekið.  Gætir þú setið undir 5000 spengjum án þess að vilja berjast til baka.  Vitanlega gengu Ísraels menn full langt núna í þessum áttökum, en maður lifandi, þegar Hamas felur sig á meðal þorpsbúa þá deyja saklausir, slíkt er óásættanlegt, en hversu ömurlegir eru Hamas fyrir að nota heimili og skjúkrahús, elliheimili og verslanir til þess að ráðast á t.d. Serdott upp á dag hvern. Þeir vita vel að Ísrael mun hefna sín og saklausir Arabar munu deyja.

Ef ég mundi segja þér hvað ég hugsa þegar ég hugsa um Hamas, þá hugsa ég um þá sem svín, já svín, og ég bið Guð að hann komi þeim að falli, svo að Arabar eins og þú og þitt fólk geti loksins farið að byggja upp svæðið, loksins orðið frjálst undir oki manna sem þjást af mikilmennsku brjálaði og djöfullegri hegðun gegn svo kölluðu eigin fólki.

Aida, engin er réttlátur nema Guð,  en við verðum að skilja að Gyðingar og niðjar Ísmaels eiga sama forföðurinn, og hafa blandast oftar en einu sinni :)  Vissir þú t.d. að sem Palestínu Arabi sem Arabi þá fellur þú undir skilgreiningu sem Semíti, hugsaðu þér bara, svo er fólk í mið-austurlöndum sem kallar sig anti-semíta og það er í raun á móti sinni eigin rót.  Þetta er furðulegt alveg, en svona er heimurinn skrítinn.  Ég vona að þú hafir lesið Róm 11. 

bk.

Linda.

Linda, 14.2.2009 kl. 20:25

12 Smámynd: Aida.

Kæra Linda.

Ég hef lesið allt rómverjabréfið.

En veistu þó nokkrir Hamas feli sig ábakvið almenning þá lokaði Ísraelsstjórn fyrir að almenningurinn gæti flúið.

Það væri mannúðlegt að hleypa börnum, konum og lika karlmenn út úr Ísrael. Eina fólkið sem dó var almennir borgara Linda og við sem elskum Drottinn þú og ég eigum að kalla frið og miskunn, til alla.

Músliminn er náunginn okkar, og ef óvinur er þá eigum við að blessa en ekki bölva þeim.

Það er æðsta boðorð okkar að elska alla eins og Guð elskar okkur og gefur öllum að sjá að við erum Krists.

Linda, ég veit manna best hver auðvellt er að flækjast inn í reiðinna. Þá skiftir lika máli að muna,sjálfs sins vegna, að við eigum að hata syndinna sem framin er en ekki menn.

Lika Hamas.

En vittu það að mig þykir vænt um þig, þó ég sé ekki alltaf sammála skifin þín og þú veist að ég bið fyrir þér.

Aida., 14.2.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.