Fyrst boðar Guð.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_englar_anglkss_706909

Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið, svo býður hann sitt ríka kærleiksborðið

og sendir einkason sinn til að kalla til sinnar kvöldmáltíðar alla - alla.

En fyrsti og annar afsökunar biðja, og eins fer líka boðsmanninum þriðja,

og það er kunngjört Herra hefðarríkum, að heimsins börn ei sinni boðskap slíkum.

Þá spyr hann að, hvort veikir ekki vilji, hvort volaðir og blindir ekki skilji,

þá býður hann þeim bjargarlausu og snauðu, þeim breysku, særðu, föllnu, týndu og dauðu.

Hvert orð er sterkast? Orðið hans er kallar. Sjá, einnig dauðir ganga lífs til hallar,

þeir koma í hópum, heimurinn sem smáir, en Herrann segir:,,Þeir eru enn of fáir".

Hann býður ennþá:,,Farið, laðið, leiðið, og leitið, kallið, biðjið, þrýstið, neyðið,

mitt kærleiks djúp á himins víðar hallir, í húsi mínu rúmast allir - allir" .

Fyrst kallar Guð, og bregðist þú því boði, þá biður Guð, og þó að hvorugt stoði,

þá þrýstir Guð, og það er síðasta orðið,ef því er neitað, hræðstu sálar morðið!

Ó, Drottinn, þú, sem býður, biður, neyðir, ég blindur er, en sonur þinn mig leiðir

frá synd og hættum gegnum dauðans dalinn, í dýrðar þinnar fagra gleðisalinn.

Ég bið fyrir öllum sálum sem lesa þetta með mér, í Jesú nafni.Amen.

                                                                                                                                    M.Joch. 1886


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þetta er fallegur sálmur Aida, vona að fólk tryllist ekki þó að ekki sé neitt minnst á "kynvillinga" í sálmnum.

Aðalbjörn Leifsson, 14.2.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Aida.

Aida., 14.2.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Alli hvernig vogar þú þér. Fólkið fylgist vel með með því að goggla þessi orð og eru komin á kreik eins og skot.

Góða helgi og Guðs blessun kæra Aida.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen og Guð blessi þig Aida

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.2.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ég veit þetta er ljótt, fyrirgefið mér

Aðalbjörn Leifsson, 15.2.2009 kl. 07:52

6 Smámynd: Aida.

Sæl öll sömul.

Alltaf jafn gaman að sjá svona falleg andlit inn á síðuna mína.

Þið eruð ómetanleg fyrir mér og ég þakka Jesúm hér og nú að þið eruð sú sem þið eruð, Drottinn vor blessi ykkur ríkulega áfram, í Jesús nafni.Amen,amen,amen.

Aida., 15.2.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ha ha ha bíddu bara Aida mín ljótu kallarnir og ljótu kellingarnar fara að líta inn, ég veit að það lið er allt í félagi með ljótasta kallinum, og hann er ljótur og ......... 

Aðalbjörn Leifsson, 15.2.2009 kl. 12:47

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Aida, ég get lofað þér því að ég er ekki "ljóti karlinn" sem Aðalbjörn talar um. En það er afar viðkæmt að minnast á samkynhneigð fyrir okkur trúaða fólkið, við erum alltaf skotinn niður og sökuð um mannhatur sem ekkert er. Þeim er bara vorkunn fyrir það eitt að kynna sér ekki málin áður en það dæmir.

En flott tilvitnun Aida, og hvet ég þig til þess að halda ótrauð áfram þrátt fyrir öfgar gagnkynhneigðs fólks.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 13:35

9 Smámynd: Aida.

Alli minn, ég veit svo sannarlega að þú ert ekki ljóti kallinn né Guðsteinn, ég veit það vegna Drottins vor yndislegi.

Takk Guðsteinn, fyrir falleg orð og uppörvun.

Svo merkilegt að í rómverja bréfinu kafli 2 minnir mig eða 3 þá er þar ritað um samkynhneigð, ég get lveg sagt ykkur það að f ég hefði ritað það hefði bloggsíðu minni verið lokuð.hmm segir ansi margt.

Takk aftur fyrir ykkur öll í Jesú nafni. Amen

Skemtilegir þessir broskallar verð ég að segja.

Aida., 15.2.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband