Bæn.

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesus00028hs7

Kom, Guð andi helgi, hér himnum frá og til vor ber

ljóssins geisla, er ljóma af þér.

Kom, vér börn þig köllum á, kom og gjafir þínar ljá,

kom í hjörtun himnum frá.

Huggarinn, sem hjálpar best, heill fær sálin af þeim gest,

endurnæring ertu mest.

Öllu í starfi ertu hvíld, andarþorstans svölun mild

og í harmi huggun gild.

Blessað ljós, þig biðjum nú , brjóstið innra að fyllir þú

heitum kærleik, hreinni trú.

Nema þér sé fulltingi frá,finnst ei gott hjá mönnum frá.

Saklaust jörðu er ekkert á.

Lauga það, sem óhreint er, og það döggva er visna fer,

lækna það sem, sem lemstur ber,

mýk allt stirðnað mjög og spillt, vermdu það sem frosti er fyllt,

 þess veg er gengur villt.

Veit þeim, trú sem votta þér, vonargleði í brjóstum sér,

sem um eilífð ávöxt ber.

Gef oss dyggða gleðileg not, gef oss hólpin ævilot,

unaðs hjá þér engin þrot.

Í Jesú nafni.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Arabina.

Þetta er æðisleg bæn, mjög æðisleg. Ég las hana nokkrum sinnum yfir og mér fannst mjög vænt um hana.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:42

2 identicon

Amen. 1 jóh 5;14 og Lúk .9;23. Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. Guð/Jesús blessi þig systir

kær kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.2.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Aida.

Valgeir, Drottinn Jesús blessi þig.

Birna min, en skemtilegt. Ég er að fara lesa núna. Drottinn blessi þig mín kæra.

Gulli minn, þú ert bara gull, Drottinn blessi þig ríkulega elsku vinur.

Aida., 20.2.2009 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband