20.2.2009 | 09:53
Komdu eins og þú ert.
Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði.
Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess var ekkert til, sem til er orðið.
Í því var líf, og lífið var ljós mannanna, og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki
tekið á móti því.
Maður kom fram, sendur af Guði, hann hét Jóhannes.
Þessi maður kom til vitnisburðar, til þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu trúa fyrir
hann. Ekki var hann ljósið, heldur átti hann að vitna um ljósið.
Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn.
Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.
En öllum þeim sem tóku við honum, gaf hann rétt til þess að verða Guðs börn,
þeim sem trúa á nafn hans.
Af gnægð hans höfum við öll fengið, og það náð og náð ofan.
Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesús Krist.
Ekki skiftir máli hver þú ert eða hvað þú gjört eða gerir, að trúa á nafn hans er það sem
gerir þig að barn hans. Sem gerir þig að barn Guðs.
Komdu og vertu barn hans, sem dó fyrir syndir þínar svo ekki verði hægt að dæma þig.
Guð, Drottinn segir : Komdu eins og þú ert.
Og ef þú tekur við honum þá segir hann einnig við þig: Vertu kyrr í þeirri stöðu er ég kallaði
þig. Það eina sem ég ætlast af þér er að elska mig af heilu hjarta, huga og sál og allri þinni
eigin mætti og elska þú náungan eins og ég elska þig.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Af gnægð hans höfum við öll fengið, og það náð og náð ofan.
Yndisleg lesning.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:43
Takk Birna mín Drottinn blessi þig.
Aida., 20.2.2009 kl. 11:14
Amen Drottinn Guð/Jesús blessi þig systir
kær kveðja Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 20.2.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.