Bæn.

Faðir, sundurríf þú himininn og fær að ofan, svo að fjöllin nötra fyrir augliti þínu-

eins og þegar eldur kveikir í þurru lími eða þegar eldur kemur vatni til að vella,

til þess að gera óvinum þínum kunnugt nafn þitt, svo að þjóðirnar mættu skjálfa fyrir

augliti þínu, er þú framkvæmir þinn mátt.

Þú fórst ofan; fjöllin nötruðu fyrir augliti þínu.

Því að frá alda öðli hefir enginn haft spurn af eða heyrt, né auga séð nokkurn  Guð nema þig,

þann er geri slíkt fyrir þá, er á hann vona.

Þú kemur í móti þeim, er gerir með gleði það sem rétt er, þeim er minnast þín á sínum

þínum.

Sjá, þú reiddist, og við urðum brotlegir, yfir tryggðrofi okkar, og við urðum  sakfelldir..

Við urðum öll sem óhreinn maður, allar dygðir okkar sem saurgað klæði, við visnuðum

allir sem laufblað og misgjörðir okkar feykti okkur  burt eins og vindur.

Fáir ákalla nafn þitt.

En nú faðir! Þú ert Drottinn vor, við erum leirinn, og þú ert sá er myndar okkur, og handa-

verk þín erum við öll.

Reiðst ekki, Drottinn, svo stórlega, og minnstu ekki misgjörðir vorra eilíflega.

Æ lít þú á, við erum öll þitt fólk.

Þínir þjónar nefnir þú öðru nafni, við sem óskum blessunar í landinu, við óskum þess í nafni

hins trúfasta Guðs, og hver sem vinnur eið í landinu, sá vinnur eið við hinn trúfasta Guð.

Fyrirgef skuldir þessara þjóðar og miskunna þú þjóð þessa til frelsis.

Því ég veit að þú hefur veitt þeim áheyrn sem ekki spurðu þín,

þú gafst þeim kost  á að finna þig, sem ekki leituðu þín og þú sagðir:

Hér er ég, hér er ég. Við þá þjóð sem ekki ákallaði nafn þitt.

Þú hefur rétt út hendur þínar allan daginn í móti þrjóskum lýð, í móti þeim,

sem ganga á illum vegum, eftir eigin hugþótta sínum, í móti fólki, sem reitir þig stöðulega

til reiði upp í opin augun á þér.

Drottinn fyrirgef þú þjóð og leiðtoga þessa lands og gef þú Ísland nýtt hjarta og nýan anda.

Sem lofar þig í sannleika og trú.

Verði allur vilji þinn, Guð minn, og blessa þú þá sál er biður þessa bæn með mér.

Blessa þú í Jesú nafni. Amen,amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Amen

Sterk og kraftmikil bæn.

Verði þinn vilji Faðir í Jesú nafni. Amen

Sverrir Halldórsson, 13.3.2009 kl. 13:20

2 identicon

Þakka þér kærlega fyrir Aida mín. Þúskrifa svo fallegar bænir. Takk  æðislega fyrir góðan texta og góða íhugun.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

vá vá þetta er flott bæn.Amen

Guð/Jesús blessi þig  trú systir

Kær Kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 13.3.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.