4.7.2009 | 21:34
Hjartans þrá.
Faðir vor. Þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, og tilkomi þitt ríki.
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni, og gef oss i dag vort daglega brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsar þú oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,mátturinn og dýrðin.
Að eilífu .Amen,amen,amen.
Abba, Drottinn minn og Guð minn.
Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig. Vernda mig og hjálpa. Því að til þín hef ég sálu mína. Gleð þú sál þjóns þíns, sem á þig vonar sérhvern dag. Gef gaum að grátbeiðni minni. Drottinn, þú einn ert mikill og gerir furðuverkin. Miskunn þín er mikil við mig og þú hefur frelsað sál mína frá heljar, ég var dáinn en þú gafst mér líf. Varðveit tungu mína og varir, skrefin mín.Snú þér að mér og ver mér náðugur, þú sem þekkir hjarta mitt , þú sem veist hvað það þráir og þarfnast. Faðir , ef ég vil eitthvað sem er mér ekki ætlað þá fjarlægðu það úr hjarta mínu og set þú það sem þú villt fyrir mig i hjarta stað.
Ég bið fyrir öllum sem biðja þessa bæn með mér, og alla þá sem hafa þrá i hjarta sínu, fái því svarað, sakir nafns þins Drottinn minn, í Jesú nafni.Amen,amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 7.7.2009 kl. 20:05
Kæra Aida
Þakka þér fyrir þessa fallegu grein.
Guð blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2009 kl. 21:16
Blessi ykkur, fallegar sálir.
Aida., 7.7.2009 kl. 23:08
Amen
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.7.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.