Bæn

Faðir vor. Þú sem ert á  himnum.

Helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.

Eigi leiðir þú oss í freistni, heldur frelsar þú oss frá illu. Þvi að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin. Að eilífu. Amen. Í Jesú nafni.Amen.

431081mdo4d4qw8f

Abba.

Takk fyrir nýjan dag og nýa náð.

Allt sem var í gær og allt sem verður á morgun skiptir engu máli í dag. Því þú ert núna, ég bið að þú varðveitir mig  í dag ,í núinu. Að hvorki fortíð né framtíð sé ofarlega í huga mínum . Ég bið um fyrirgefningu fyrir allt sem kann að segja, hugsa eða gera, sé það ekki frá þér komið. Smyrðu tungu mína og varir og varðveittu hugrenningar mínar. Stýrðu hjarta mitt til þín, svo ég verði öðrum til blessunar.

Heilagur, skoða þú hjarta mitt og þrá. Þú ert framkvæmdin,þinn er viljinn. Leiðbeindu mér í rétta átt, til þín. Ég bið að allir sem lesa bæn þessa með mér séu þeir sem þú hefur ákveðið og að þú blessar þá eins og mig.

Í Jesú nafni. Amen,amen,amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Gulli minn.

Góðan og blessaðan daginn.

 Ég þakka þér fyrir.

 Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen. vertu Guði falinn

Kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 18.7.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband