29.7.2009 | 14:02
Faðir vor.
Drottinn.
Hneyg eyra þitt, og bænheyr mig.
Ver oss náðugur,gleð þú sálir þjóna þinna, því að til þín,Drottinn , biðjum við.
Því þú ert góður og fús til að fyrirgefa. Gæskuríkur öllum þeim, er ákalla þig.
Hlýð á Drottinn ,og bænheyr, enginn er sem þú á meðal guðanna, og ekkert er sem verk þín. Þú gerir furðuverk og kraftaverk sem enginn gæti gert. Þú einn átt vonina, viljan, framtaksemina. Þú ert kærleikurinn, friðurinn. Þú gefur sanna hamingju.
Vísa okkur veg þinn og gef okkur að ganga í trúfesti þinni. Gef okkur heilt hjarta, svo andinn þinn heilaga, taki sér ævarandi bústað í likama vora. Að við tignum nafn þitt að eilífu. Miskunn þín er mikil við mig og þú hefur frelsað líf mitt frá djúpi heljar. Ver oss náðugur, gjör oss tákn til góðs.
Í Jesú nafni.Amen.
Amen,amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Amen
Aðalbjörn Leifsson, 29.7.2009 kl. 17:48
Takk Aida mín
Drottinn blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2009 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.